Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 14. febrúar 2021 22:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánn: Tveir óvæntir útisigrar
Fekir skoraði fyrir Betis.
Fekir skoraði fyrir Betis.
Mynd: Getty Images
Real Betis vann mjög flottan sigur gegn Villarreal á útivelli þegar liðin áttust við í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Nabil Fekir, sem gekk næstum því í raðir Liverpool á sínum tíma, kom Betis yfir undir lok fyrri hálfleiks og snemma í þeim seinni skoraði Brasilíumaðurinn Emerson annað mark gestana. Gerard Moreno minnkaði muninn úr vítaspyrnu en lengra komst Villarreal ekki og lokatölur 1-2.

Betis er eftir þennan sigur þremur stigum á eftir Villarreal, en liðin eru í sjötta og sjöunda sæti deildarinnar; þau eru í Evrópubaráttu.

Fyrr í kvöld skellti Osasuna sér upp í 12. sæti deildarinnar með 1-0 útisigri á Levante sem er í tíunda sæti. Tveir góðir útisigrar í tveimur síðustu leikjum kvöldsins í La Liga, og báðir voru þeir óvæntir miðað við stöðutöfluna.

Levante 0 - 1 Osasuna
0-1 Ante Budimir ('74 )
0-1 Jose Luis Morales ('79 , missed penalty)

Villarreal 1 - 2 Betis
0-1 Nabil Fekir ('45 )
0-2 Emerson ('52 )
1-2 Gerard Moreno ('65 , penalty goal)

Önnur úrslit í dag:
Spánn: Sigrar hjá Real Madrid og Sociedad
Athugasemdir
banner