Viðræður við Vinicius - Isak spenntur fyrir Liverpool - United fylgist með Delap - Arsenal bíður til sumars
   fös 14. febrúar 2025 22:03
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjubikarinn: Fylkir vann gegn Fram - Ýmir rúllaði yfir Ólafsvík
Mynd: Fylkir
Mynd: Ýmir
Þrjú fyrstu úrslitin hafa borist eftir leiki kvöldsins í Lengjubikar karla, þar sem Fylkir sigraði 1-0 gegn Fram í A-deild.

Þóroddur Víkingsson skoraði eina mark leiksins á 80. mínútu og eru Árbæingar komnir með fjögur stig eftir tvær fyrstu umferðir Lengjubikarsins, eftir jafntefli gegn Breiðabliki í fyrstu umferð.

Fram er áfram á toppi riðilsins, með 6 stig eftir 3 umferðir.

Í B-deildinni vann Ýmir stórsigur gegn Víkingi Ólafsvík, þar sem lokatölur urðu 6-0. Liðin mættust í fyrstu umferð.

Arian Ari Morina var markahæstur í sigrinum með tvennu og skoruðu heimamenn í liði Ýmis öll mörkin í fyrri hálfleik.

ÍH gerði þá jafntefli við Hauka í nágrannaslag í B-deildinni þar sem lokatölur urðu 1-1. Haukar tóku forystuna með sjálfsmarki í fyrri hálfleik en Brynjar Ásgeir Guðmundsson jafnaði fyrir ÍH í síðari hálfleik.

Í gær áttust Stokkseyri og KÁ við í C-deild Lengjubikarsins og rúllaði KÁ yfir andstæðinga sína. Lokatölur urðu 0-7 þar sem Bjarki Sigurjónsson skoraði fjögur mörk fyrir gestaliðið.

Fylkir 1 - 0 Fram
1-0 Þóroddur Víkingsson ('80 )

Ýmir 6 - 0 Víkingur Ó.
1-0 Gabriel Delgado Costa ('1 )
2-0 Arian Ari Morina ('12 )
3-0 Gabriel Delgado Costa ('17 )
4-0 Emil Skorri Þ. Brynjólfsson ('20 )
5-0 Anton Karl Sindrason ('23 )
6-0 Arian Ari Morina ('43 )

Haukar 1 - 1 ÍH
1-0 Jhon Orlando Rodriguez Vergara ('33 )
1-1 Brynjar Ásgeir Guðmundsson ('65 )

Stokkseyri 0 - 7 KÁ
0-1 Birkir Bóas Davíðsson ('11 )
0-2 Ágúst Jens Birgisson ('24 )
0-3 Bjarki Sigurjónsson ('27 )
0-4 Brynjar Bjarkason ('43 )
0-5 Bjarki Sigurjónsson ('46 )
0-6 Bjarki Sigurjónsson ('82 )
0-7 Bjarki Sigurjónsson ('92 )
Athugasemdir
banner
banner
banner