Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 14. mars 2023 18:00
Elvar Geir Magnússon
Garnacho: Erfitt að koma því í orð hvernig mér líður
Alejandro Garnacho spilar ekki næstu vikurnar.
Alejandro Garnacho spilar ekki næstu vikurnar.
Mynd: EPA
Vængmaðurinn Alejandro Garnacho verður frá næstu vikurnar vegna ökklameiðsla sem hann hlaut í jafnteflinu gegn Southampton. Þessi átján ára leikmaður meiddist eftir tæklingu Kyle Walker-Peters.

„Það er erfitt að koma því í orð hvernig mér líður," sagði Garnacho í dag en hann yfirgaf Old Trafford á hækjum um síðustu helgi.

„Því miður get ég ekki hjálpað liðinu og liðsfélögum mínum í komandi leikjum, á mikilvægum hluta af tímabili okkar í Manchester United."

United mætir Real Betis í seinni leik liðanna í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar á fimmtudag (United vann 4-1 í fyrri leiknum) áður en liðið leikur gegn Fulham í 8-liða úrslitum FA-bikarsins fyrir landsleikjahlé.

Garnacho hafði verið valinn í argentínska landsliðshópinn og hefði getað leikið sinn fyrsta landsleik fyrir þjóðina í komandi glugga.

„Það eru einnig vonbrigði að missa af tækifærinu á að vera með liðsfélögum mínum í Argentínu, sem hefði verið frábær stund fyrir mig og gert fjölskyldu mína stolta. Þetta er hinsvegar hluti af fótboltanum og ég er þegar einbeittur á endurkomu mína."

Walker-Peters hefur sent Garnacho kveðju, sagst alls ekki hafa ætlað að verða til þess að hann meiddist og óskaði honum skjóts bata.
Athugasemdir
banner
banner
banner