Hvert fer Salah? - Wharton vill Meistaradeild - Ederson til Liverpool eða Barca - Arsenal og Real berjast um Yildiz
banner
   þri 14. mars 2023 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þurfi eitthvað „stjarnfræðilegt" til að fá Kane frá Spurs
Manchester United er sagt ætla sér að fá framherja í sínar raðir í sumar. Þeir sem hafa verið hvað mest orðaðir við liðið eru þeir Harry Kane hjá Tottenham og Victor Osimhen hjá Napoli.

David Ornstein hjá The Athletic sagði skoðun sína á Kane í dag.

„Úr samtölum sem ég hef tekið þá hefur skýrt verið tekið fram að Tottenham sé með fulla einbeitingu á því að reyna framlengja samninginn við Harry Kane."

„Þeir hafa trú á því að þeir nái því í gegn. Ég held ekki að búið sé að bjóða honum nýjan samning á þessum tímapunkti en fyrstu samtök hafa átt sér stað."

„Jafnvel þó að minna en ár verði eftir af samningnum mun Spurs halda áfram að reyna semja."

„Ég skynja að það myndi þurfa eitthvað stjarnfræðilegt, þó það verði ár eftir af samningi, til að fá hann frá Tottenham og Daniel Levy því þeir vita hversu verðmætur hann er samanborið við þá sem félagið getur fengið inn í hans stað,"
segir Ornstein.

Samningur Kane rennur út næsta sumar. Hann er markahæsti leikmaður í sögu Tottenham og skoraði um helgina tvö mörk í 3-1 sigri gegn Nottingham Forest.

Sjá einnig:
Man Utd forðast Daniel Levy og ætlar að horfa annað
Enski boltinn - Sættir sig við að Arsenal verði meistari
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 15 10 3 2 28 9 +19 33
2 Man City 15 10 1 4 35 16 +19 31
3 Aston Villa 15 9 3 3 22 15 +7 30
4 Crystal Palace 15 7 5 3 20 12 +8 26
5 Chelsea 15 7 4 4 25 15 +10 25
6 Man Utd 15 7 4 4 26 22 +4 25
7 Everton 15 7 3 5 18 17 +1 24
8 Brighton 15 6 5 4 25 21 +4 23
9 Sunderland 15 6 5 4 18 17 +1 23
10 Liverpool 15 7 2 6 24 24 0 23
11 Tottenham 15 6 4 5 25 18 +7 22
12 Newcastle 15 6 4 5 21 19 +2 22
13 Bournemouth 15 5 5 5 21 24 -3 20
14 Brentford 15 6 1 8 21 24 -3 19
15 Fulham 15 5 2 8 20 24 -4 17
16 Leeds 15 4 3 8 19 29 -10 15
17 Nott. Forest 15 4 3 8 14 25 -11 15
18 West Ham 15 3 4 8 17 29 -12 13
19 Burnley 15 3 1 11 16 30 -14 10
20 Wolves 15 0 2 13 8 33 -25 2
Athugasemdir
banner
banner
banner