Lækka verðmiðann á Garnacho - Arsenal hefur áhuga á Coman - Frankfurt setur verðmiða á Ekitike
   mán 14. apríl 2025 23:23
Brynjar Ingi Erluson
Bayern opið fyrir því að selja Kim eftir frammistöðu helgarinnar
Mynd: EPA
Þýska félagið Bayern München er reiðubúið að selja suður-kóreska miðvörðinn Kim Min-Jae eftir skelfilega frammistöðu hans gegn Borussia Dortmund um helgina en frá þessu er greint á Sky Sports.

Varnarmaðurinn gerði mistök í fyrra markinu sem Dortmund skoraði í 2-2 jafnteflinu á Allianz-Arena.

Langur bolti kom á fjærstöng og var Kim illa staðsettur sem varð til þess að Max Beier náði að skalla boltann í netið.

Vincent Kompany, þjálfari Bayern, tók Kim af velli nokkrum mínútum eftir markið og var varnarmaðurinn síðan gagnrýndur harðlega af Max Eberl, yfirmanni íþróttamála hjá félaginu.

Samkvæmt Sky er Bayern nú sagt opið fyrir því að selja miðvörðinn í sumarglugganum.

Kim hefur gert sex mistök fyrir Bayern sem hafa leitt að marki hjá andstæðingum liðsins á þessu tímabili og líklega komið að endalokum hans hjá Bayern.

Bayern hefur áhuga á því að fá Dean Huijsen frá Bournemouth í stað hans, en mun þurfa að berjast við stórliðin á Englandi og spænsku félögin Barcelona og Real Madrid.
Athugasemdir
banner
banner