Lækka verðmiðann á Garnacho - Arsenal hefur áhuga á Coman - Frankfurt setur verðmiða á Ekitike
   mán 14. apríl 2025 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Modric kaupir hlut í félagi í enska boltanum
Luka Modric.
Luka Modric.
Mynd: EPA
Króatíski miðjumaðurinn Luka Modric er ekki alveg hættur að spila en hann er farinn að hugsa um hvað hann ætlar að gera eftir ferilinn.

Wales Online segir frá því í dag að Modric sé að fjárfesta í fótboltafélaginu Swansea og mun hann eignast hlut í félaginu.

Samningur hins 39 ára gamla Modric hjá Real Madrid rennur út í sumar og er óvíst hvort að hann muni spila þar áfram.

Þegar Modric var upp á sitt besta var hann einn besti fótboltamaður í heimi og vann hann Ballon d'Or verðlaunin - sem veitt eru besta fótboltamanni í heimi - árið 2018.

Wales Online segir að samkomulag sé í höfn um kaup hans á ákveðnum hlut í Swansea og von sé á tilkynningu fljótlega. Ekki er vitað hversu stór hluturinn er.

Swansea leikur í ensku Championship-deildinni, næst efstu deild Englands.

Modric lék áður á Englandi með Tottenham.
Athugasemdir