PSG og Man Utd gætu gert skiptidíl - Engar viðræður um Salah - Konate má fara fyrir 15 milljónir punda
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
   mán 14. apríl 2025 22:30
Haraldur Örn Haraldsson
Óskar Hrafn: Þetta var það minnsta sem við áttum skilið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari KR var stoltur af sínu liði eftir að þeir gerði 3-3 jafntefli við Val í kvöld.


Lestu um leikinn: KR 3 -  3 Valur

„Þessi leikur henti í okkur helling af áskorunum sem menn tókust á við. Á einhvrjum tímapunkti þurftum við að fara í þriggja manna vörn vegna þess að við vorum ekki með neina varnarmenn, tveir af þeim hafa aldrei spilað hafsent. Mér fannst þetta það minnsta sem við áttum skilið. Mér fannst við vera betri fyrsta hálftímann, Valsararnir vissulega mjög sterkir síðasta korterið í fyrri hálfleik en mér fannst við vera miklu sterkari í seinni hálfleik. Ég er óhemju stoltur af liðinu, ég er auðvitað ekki síður stoltur af ungum mönnum sem komu inná, Sigga Breka og Alexander Rafn, sem koma inná og gera sig gildandi. Þeir eru ekki bara þarna með heldur eru þeir bara raunverulegir þáttakendur. Sigurður Breki spilar 90 mínútur og er frábær. Þetta er hluti af því sem KR snýst um í dag. Það er það, að KR er fyrir KR-inga , staður þar sem menn sem standa sig vel í yngri flokkunum og eru efnilegir að þeir fái að spila. Það skiptir í raun og veru engu máli hvað þeir eru gamlir, ef þeir eru nógu góðir þá eru þeir nógu gamlir. Ég gæti bara ekki verið hamingjusamari."

KR þarf að koma til baka í leiknum tvívegis eftir að hafa lent 2-1 undir og síðar 3-2 undir.

„Ég upplifi þetta þannig á hliðarlínunni að við misstum aldrei trúnna. Það skipti engu máli hvort staðan var 2-1 eða 3-2 fyrir þeim og þó það var lítið eftir þá upplifði ég það þannig að leikmenn höfðu fulla trú á því að þeir gætu farið fram og jafnað leikinn. Þannig ég er bara himinlifandi með þetta."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner