Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   mán 14. apríl 2025 22:30
Haraldur Örn Haraldsson
Óskar Hrafn: Þetta var það minnsta sem við áttum skilið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari KR var stoltur af sínu liði eftir að þeir gerði 3-3 jafntefli við Val í kvöld.


Lestu um leikinn: KR 3 -  3 Valur

„Þessi leikur henti í okkur helling af áskorunum sem menn tókust á við. Á einhvrjum tímapunkti þurftum við að fara í þriggja manna vörn vegna þess að við vorum ekki með neina varnarmenn, tveir af þeim hafa aldrei spilað hafsent. Mér fannst þetta það minnsta sem við áttum skilið. Mér fannst við vera betri fyrsta hálftímann, Valsararnir vissulega mjög sterkir síðasta korterið í fyrri hálfleik en mér fannst við vera miklu sterkari í seinni hálfleik. Ég er óhemju stoltur af liðinu, ég er auðvitað ekki síður stoltur af ungum mönnum sem komu inná, Sigga Breka og Alexander Rafn, sem koma inná og gera sig gildandi. Þeir eru ekki bara þarna með heldur eru þeir bara raunverulegir þáttakendur. Sigurður Breki spilar 90 mínútur og er frábær. Þetta er hluti af því sem KR snýst um í dag. Það er það, að KR er fyrir KR-inga , staður þar sem menn sem standa sig vel í yngri flokkunum og eru efnilegir að þeir fái að spila. Það skiptir í raun og veru engu máli hvað þeir eru gamlir, ef þeir eru nógu góðir þá eru þeir nógu gamlir. Ég gæti bara ekki verið hamingjusamari."

KR þarf að koma til baka í leiknum tvívegis eftir að hafa lent 2-1 undir og síðar 3-2 undir.

„Ég upplifi þetta þannig á hliðarlínunni að við misstum aldrei trúnna. Það skipti engu máli hvort staðan var 2-1 eða 3-2 fyrir þeim og þó það var lítið eftir þá upplifði ég það þannig að leikmenn höfðu fulla trú á því að þeir gætu farið fram og jafnað leikinn. Þannig ég er bara himinlifandi með þetta."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner