þri 14. maí 2019 17:30
Arnar Daði Arnarsson
Hin hliðin - Helgi Guðjónsson (Fram)
Helgi Guðjónsson.
Helgi Guðjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinn ungi og efnilegi, Helgi Guðjónsson hefur farið vel af stað með Fram í Inkasso-deildinni og hefur skorað í fyrstu tveimur umferðunum í sumar.

Víkingur R. hefur sýnt Helga áhuga en í dag sýnir hann á sér hina hliðina á Fótbolta.net.

Fullt nafn: Helgi Guðjónsson

Gælunafn: Gudjohnsen

Aldur: 19 ára

Hjúskaparstaða: Single

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Í kringum 15 ára aldur

Uppáhalds drykkur: King malt, ekkert betra en ískalt malt í gleri.

Uppáhalds matsölustaður: Nü á Garðatorgi er uppáhalds

Hvernig bíl áttu: Stangheiðarlegan Polo 12’

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Game of Thrones og Fóstbræður, shout out á @bestofffostbraedur á Instagram

Uppáhalds tónlistarmaður: Flóni er mikið í uppáhaldi þessa dagana, annars er Mingus (Magnús Ingi Þórðarson) með hrotta barka.

Uppáhalds samskiptamiðill: Instagram og snapparinn!

Fyndnasti Íslendingurinn: Auto Gnarr!

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Hindber, hockey pulver, kökudeig og oreo

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: “Oohh ég vissi að þú myndir segja þetta” frá Magga Inga

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Aldrei segja aldrei bara

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Dan Axel Zagadou í Dortmund

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: King Lalli Gré og Villi eiga mikinn heiður skilið!

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Gummi Júl, samt kóngur utan vallar!

Sætasti sigurinn: 2-0 sigur vs keflavík, bikarúrslit 3. flokki

Mestu vonbrigðin: Komast ekki upp úr milliriðlinum með U17

Uppáhalds lið í enska:

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Ég og Gary Martin myndum tengja vel upp á top!

Fyrsta verk ef þú yrðir formaður KSÍ: Gera stúku allan hringinn í kringum Laugardalsvöllinn.

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Mikael Egill Ellertsson

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Diddi keeper er mjög myndarlegur

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Margrét Íris

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Væri rugl ef ég myndi segja annað en Messi

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Bakkabræðurnir Magnús Snær og Unnar Steinn

Uppáhalds staður á Íslandi: Reykholt í Borgarfirði

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Á ekkert ákveðið skemmtilegt atvik beint, en á eitt uppáhalds atvik í leik. Þegar afi minn heitinn kom á fyrsta leikinn minn í 11 manna bolta, ég skoraði 3 mörk á móti ÍA og ég fagnaði síðasta markinu með því að knúsa gamla kallinn.

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Rúlla yfir bestoffostbræður á insta

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Já fylgist mikið með basket

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike Superfly

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Eðlisfræði er insane leiðinlegt

Uppáhalds Eurovision lag frá upphafi: Ég er enginn Eurovision fan

Vandræðalegasta augnablik: Æfingaferð fyrir 2 árum Haukur Lár tók mig virkilega illa, vorum að spila æfingaleik gegn spænsku liði, var að hita upp, kemur king Haukur Lár og segir mér að Ási væri að kalla á mig, ég kem eins og engispretta, ríf mig úr öllu og reddý í leikinn. Tek utan um Óla Brynjólfs og spyr hann hvar ég á að spila, fæ ógeðslega óþægilegt glott frá bæði Ása og Óla. Bekkurinn skellilhlær og Haukurinn öskrar eins og skepna 1. apríl!

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Jökull Steinn uppá glens, Marcao af því hann er skepna og Hlyn Atla útaf visku

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Ég á Íslandsmet í 800m hlaupi
Athugasemdir
banner
banner
banner