Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
   fös 14. maí 2021 23:44
Brynjar Ingi Erluson
Maggi: Skrítið að leikurinn hafi endað svona
Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar
Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var afar ánægður með 5-1 sigur liðsins á Víking Ólafsvík í Lengjudeildinni í kvöld en hann segir þó að sigurinn hafi verið fullstór miðað við gang leiksins.

Lestu um leikinn: Víkingur Ó. 1 -  5 Afturelding

Kristófer Óskar Óskarsson skoraði fjögur mörk fyrir Aftureldingu í leiknum en hann gerði þrennu í fyrri hálfleik. Víkingar fengu þó líka færi til að skora en nýttu ekki.

„Gríðarlega ánægður með strákana. Það var mikill hugur í þeim, mættu gíraðir til leiks og hömruðu á þeim fyrstu mínúturnar og gerðum það vel," sagði Magnús Már við Fótbolta.net.

„Við vorum full opnir til baka á köflum og skrítið að leikurinn hafi endað svona því að ef við teljum færin þá hefðu Ólsarara getað skorað fleiri mörk á meðan við nýttum okkar færi í dag."

„Í seinni hálfleik hugsum við bara um okkur og reyna að halda boltanum og fá ekki fleiri mörk á okkur en við náum að bæta við sem er bónus. Kristó skorar fjögur mörk og frábær í fremstu víglínu. Þetta var flott liðsframmistaða og góð liðsheild í þessu og mjög ánægður með að landa sigrinum en full stór miðað við gang leiksins."


Það átti sér stað furðulegt atvik eftir klukkutíma leik en Kristófer og Emmanuel Eli Keke, leikmaður Víkings, rifust í teignum áður en -Konráð Ragnarsson, markvörður Víkings, ýtir Kristófer í jörðina en dómarinn vísaði Eli Keke af velli.

„Ég vorkenni Ólafsvíkingum það og líka í þessu fyrra rauða spjaldi og ekki viss hvort að réttur maður hafi fengið að víkja af velli þar. Ég var að undirbúa skiptinguna þannig ég sá þetta ekki alveg hundrað prósent en eins og ég sá þetta þá fannst mér markvörðurin ganga harðar fram en Eli Keke. Árið er 2021 og að sjálfsögðu eiga Ólafsvíkingar að get áfrýjað," sagði hann ennfremur,

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir