Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   fös 14. maí 2021 23:44
Brynjar Ingi Erluson
Maggi: Skrítið að leikurinn hafi endað svona
Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar
Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var afar ánægður með 5-1 sigur liðsins á Víking Ólafsvík í Lengjudeildinni í kvöld en hann segir þó að sigurinn hafi verið fullstór miðað við gang leiksins.

Lestu um leikinn: Víkingur Ó. 1 -  5 Afturelding

Kristófer Óskar Óskarsson skoraði fjögur mörk fyrir Aftureldingu í leiknum en hann gerði þrennu í fyrri hálfleik. Víkingar fengu þó líka færi til að skora en nýttu ekki.

„Gríðarlega ánægður með strákana. Það var mikill hugur í þeim, mættu gíraðir til leiks og hömruðu á þeim fyrstu mínúturnar og gerðum það vel," sagði Magnús Már við Fótbolta.net.

„Við vorum full opnir til baka á köflum og skrítið að leikurinn hafi endað svona því að ef við teljum færin þá hefðu Ólsarara getað skorað fleiri mörk á meðan við nýttum okkar færi í dag."

„Í seinni hálfleik hugsum við bara um okkur og reyna að halda boltanum og fá ekki fleiri mörk á okkur en við náum að bæta við sem er bónus. Kristó skorar fjögur mörk og frábær í fremstu víglínu. Þetta var flott liðsframmistaða og góð liðsheild í þessu og mjög ánægður með að landa sigrinum en full stór miðað við gang leiksins."


Það átti sér stað furðulegt atvik eftir klukkutíma leik en Kristófer og Emmanuel Eli Keke, leikmaður Víkings, rifust í teignum áður en -Konráð Ragnarsson, markvörður Víkings, ýtir Kristófer í jörðina en dómarinn vísaði Eli Keke af velli.

„Ég vorkenni Ólafsvíkingum það og líka í þessu fyrra rauða spjaldi og ekki viss hvort að réttur maður hafi fengið að víkja af velli þar. Ég var að undirbúa skiptinguna þannig ég sá þetta ekki alveg hundrað prósent en eins og ég sá þetta þá fannst mér markvörðurin ganga harðar fram en Eli Keke. Árið er 2021 og að sjálfsögðu eiga Ólafsvíkingar að get áfrýjað," sagði hann ennfremur,

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner