Vinicius Jr færist nær því að vera áfram hjá Real - Liverpool gæti gert janúartilboð í Semenyo
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
   fös 14. maí 2021 23:44
Brynjar Ingi Erluson
Maggi: Skrítið að leikurinn hafi endað svona
Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar
Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var afar ánægður með 5-1 sigur liðsins á Víking Ólafsvík í Lengjudeildinni í kvöld en hann segir þó að sigurinn hafi verið fullstór miðað við gang leiksins.

Lestu um leikinn: Víkingur Ó. 1 -  5 Afturelding

Kristófer Óskar Óskarsson skoraði fjögur mörk fyrir Aftureldingu í leiknum en hann gerði þrennu í fyrri hálfleik. Víkingar fengu þó líka færi til að skora en nýttu ekki.

„Gríðarlega ánægður með strákana. Það var mikill hugur í þeim, mættu gíraðir til leiks og hömruðu á þeim fyrstu mínúturnar og gerðum það vel," sagði Magnús Már við Fótbolta.net.

„Við vorum full opnir til baka á köflum og skrítið að leikurinn hafi endað svona því að ef við teljum færin þá hefðu Ólsarara getað skorað fleiri mörk á meðan við nýttum okkar færi í dag."

„Í seinni hálfleik hugsum við bara um okkur og reyna að halda boltanum og fá ekki fleiri mörk á okkur en við náum að bæta við sem er bónus. Kristó skorar fjögur mörk og frábær í fremstu víglínu. Þetta var flott liðsframmistaða og góð liðsheild í þessu og mjög ánægður með að landa sigrinum en full stór miðað við gang leiksins."


Það átti sér stað furðulegt atvik eftir klukkutíma leik en Kristófer og Emmanuel Eli Keke, leikmaður Víkings, rifust í teignum áður en -Konráð Ragnarsson, markvörður Víkings, ýtir Kristófer í jörðina en dómarinn vísaði Eli Keke af velli.

„Ég vorkenni Ólafsvíkingum það og líka í þessu fyrra rauða spjaldi og ekki viss hvort að réttur maður hafi fengið að víkja af velli þar. Ég var að undirbúa skiptinguna þannig ég sá þetta ekki alveg hundrað prósent en eins og ég sá þetta þá fannst mér markvörðurin ganga harðar fram en Eli Keke. Árið er 2021 og að sjálfsögðu eiga Ólafsvíkingar að get áfrýjað," sagði hann ennfremur,

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner