Liverpool gefst ekki upp á Isak - Newcastle vill Rashford - Gyökeres neitar að ræða við Sporting
Mættu Brasilíu og Kólumbíu - „Þetta mun vera með mér það sem eftir er"
Samúel Kári hefði átt að fá gult og Karl Friðleifur rautt
Örvar Logi: Þetta er einum of gaman til að vera ekki að gera þetta oftar
Jökull: Hefði viljað sjá Hauk vinna þetta mót
Haraldur Freyr: Það er bara réttmæt spurning
Eiður Aron: Það er náttúrulega bara frábært að vera hérna
Súrrealískt að spila við Keflavík - „Lít ennþá upp til þeirra beggja"
Siggi Höskulds: Þessi bikarleikur kom kannski ekkert á frábærum tíma
„Ætla að leyfa mér að segja að Eiður Aron sé einn besti leikmaður landsins í augnablikinu“
Best í Mjólkurbikarnum: Þá var þetta komið gott
Jói Bjarna skoraði og lagði upp: Þetta er súrt og sætt
Karl Friðleifur: Það eru mismunandi skoðanir mér er alveg sama
Donni: Leiðinlegt hvernig liðið brotnaði og varð þreyttara
Sölvi: Bjóst við rauðu spjaldi þarna
Óskar Hrafn: Þetta hjálpar mér ekkert - Ég verð bara að trúa þeim
„Eiginlega bara drullað yfir okkur"
Elmar Kári: Búinn að bíða eftir þessu
Maggi: Sýnir trúna sem við erum með
Vuk: Er kannski nær markinu og með meira sjálfstraust
Jón Þór: Stóru vandamálin liggja ekki þar
   mán 12. maí 2025 21:44
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Bryndís Rut: Extra sætt að hefna fyrir tapið í deildinni
Bryndís Rut Haraldsdóttir, fyrirliði Tindastóls
Bryndís Rut Haraldsdóttir, fyrirliði Tindastóls
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Tindastóll tryggði sig áfram í Mjólkurbikarnum í kvöld með 1-3 sigri á Stjörnunni á Samsungvellinum í Garðabæ. Bryndís Rut Haraldsdóttir sagði tilfinninguna æðislega eftir leik.

„Bara æðisleg. Það er bara æðislegt að hafa náð að klára 120 mínútur og koma tveimur mörkum inn í uppbótartíma og svara líka því þegar þær jafna," sagði Bryndís.

Tindastóll leiddi þegar í uppbótartíma venjulegs leiktíma var komið en Stjarnan jafnaði leikinn á 91. mínútu. Bryndís sagðist ekki hafa fundið fyrir stressi á þessum tímapunkti.

„Nei það er það sem mér fannst geggjað er að liðið sýndi svo mikinn karakter að koma til baka. Við erum búin að lenda í síðustu leikjum akkúrat í þessu, fá mörk á okkur á lokamínútum og klára ekki leikina okkar og við sýndum bara rosa stóran karakter að koma til baka og skora tvö bara æðisleg mörk."


Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  3 Tindastóll

Liðin mættust 27. apríl s.l. á Sauðarkróki þar sem Tindastóll var 1-0 yfir þangað til Stjarnan jafnaði á 89. mínútu og komst yfir á 94. mínútu og vann 2-1. Þær náðu að hefna fyrir svekkelsið í þessum leik.

„Það var alveg extra sætt, við vorum alveg með þetta á bakvið eyrað að við vorum nýlega búnar að spila við þær og við vildum bara sýna betri frammistöðu en þá í lok leiksins og gerðum akkúrat það. Ég er bara rosa stolt og ánægð með liðsheildina og frammistöðuna."

Tindastóll er komið í 8-liða úrslit Mjólkurbikarins.

„Það er bara áfram gakk og bara bikarævintýri vonandi framundan," sagði Bryndís að lokum.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner