
„Ég veit það ekki mér fannst þetta bara hörkuleikur, mér fannst við alveg með stjórn á þessu í fyrri hálfleik, vorum að galopna þær nokkrum sinnum þá, hefðum bara átt að nýta það betur."
0-0 var staðan þegar gengið var til hálfleiks en strax á 50. mínútu dróg til tíðinda þegar Karlotta Björk Andradóttir skoraði fyrsta mark HK.
„Svo kemur bara Lotta með einhverja töfra sko, hún er bara frábær leikmaður og þetta var bara ógeðslega vel gert hjá henni, og hérna 1-0 þar, þú veist 2-0 eftir fast leikatriði, það eru svona hlutir sem skilja á milli í dag og það var bara þannig í þetta sinn, við fengum færi til að komast til baka og minnka muninn og kannski jafna hann. Ég er bara mjög bara svona get samþykkt þessa frammistöðu þó að þetta hafi fallið með þeim úrslitalega séð hjá þeim í dag, já bara hörkuleikur sem féll með þeim í þetta sinn"
Gylfi var sáttur með margt í leik liðs síns. „Við vorum að pressa þær mjög hátt á vellinum og það gekk bara virkilega vel... ég man ekki eftir mörgum færum sem þær hafa fengið í dag."
„Við héldum vel í boltann og komumst oft í frábærar stöður og vantaði kannski bara að gera aðeins betra á síðasta þriðjungi til þess að ljúka sóknunum með marki en heilt yfir get ég alveg samþykkt margt sem var í gangi hjá okkur í dag."
Lestu um leikinn: HK 2 - 0 Grindavík/Njarðvík
Næsti leikur Grindavík/Njarðvík verður gegn ÍA nk. laugardag klukkan 14:00 á JBÓ vellinum
Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.