
„Þetta var svakalegur leikur, örugglega skemmtilegt fyrir áhorfendur að horfa. Fyrri hálfleikurinn, mér fannst við stjórna honum algjörlega og svo vorum við vara að hleypa þeim alltof mikið inn í leikinn í seinni hálfleik og fáum á okkur þrjú mörk í kjölfarið." sagði Álfhildur Rósa Kjartansdóttir fyrirliði Þróttar eftir 6-3 sigur liðsins gegn Víkingi í kvöld.
Lestu um leikinn: Þróttur R. 6 - 3 Víkingur R.
Þróttarar náðu 5 marka forystu í byrjun seinni hálfleiks þegar staðan var 4-0 en fengu á sig 3 mörk í seinni hálfeik og lokatölur 6-3,
„Já það var alveg pínu svona, það hefði verið skemmtilegra að halda hreinu en við unnum og það er fyrir öllu."
Þróttarar hafa farið vel af stað í sumar og hafa en ekki tapað leik,
„Ótrúlega vel, finnst mér vera allt að smella ótrúlega vel saman hjá okkur og ganga vel sem við erum ótrúlega ánægðar með".
Aðspurð um markmið Þróttar í sumar sagði Álfa,
„Það var auðvitað bara að gera betur en í fyrra en nú finnst mér við bara vera á góðri leið að vera í þessari toppbaráttu og það er auðvitað bara markmiðið. Það er enginn sérstakur draumamótherji, við viljum bara komast í úrslit."