Napoli hefur áhuga á Grealish - Tottenham horfir til Mainoo - Real Madrid til í að opna veskið fyrir Rodri
Jói B: Þeir sem eru með ÍR tattú verða að vera í ÍR
Reynir Haralds: Ástríðan farin að minnka og vildi klára hringinn heima
Fyrsti leikur Óskars sem Víkingur: „Hafði trú á að við myndum jafna“
Jónatan tók eitt fyrir liðið: „Ekki þægilegt, en þess virði“
Gylfa fórnað: „Fannst henta liðinu að vera með meiri hraða“
Túfa: Höfðum ekki verið á toppnum í 1435 daga
5. deild: Stórsigrar hjá Uppsveitum og Spyrni
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
   mán 12. maí 2025 22:17
Alexander Tonini
Eva Stefánsdóttir: Gríðarlega flott FH lið
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Þetta er náttúrulega gríðarlega flott FH lið og þær stóðu sig bara mjög vel. En ég er líka ánægð með okkur, við gáfum allt í leikinn og gáfumst aldrei upp, héldum áfram allan tímann

Eva skoraði eina mark Fylkiskvenna í leiknum þegar hún afgreiddi boltann snyrtilega framhjá Aldísi ein á móti marki undir lok leiks.

Lestu um leikinn: Fylkir 1 -  4 FH

„Ég er nú ekki að búast við að fá boltann. Ég fer þarna í pressu, Aldís á ekki góðan bolta og ég lendi ein á mót henni og markið, sagði Eva um dauðfærið sem hún fékk á silfurfati í stöðunni 0-0.

Aldís markvörður FH átti misheppnaða sendingu sem rataði beint í fæturnar á Evu sem brást þó bogalistinn að þessu sinni.

Stelpurnar í Fylki mættu ógnasterku FH liði hér í kvöld og geta gengið sáttar frá borði. Hlupu úr sér lungun og gáfu allt í leikinn.

Markmiðið okkar er að hafa gaman í sumar og spila vel. Njóta þess að spila og góð liðsheild"

Athugasemdir