
Þetta er náttúrulega gríðarlega flott FH lið og þær stóðu sig bara mjög vel. En ég er líka ánægð með okkur, við gáfum allt í leikinn og gáfumst aldrei upp, héldum áfram allan tímann
Eva skoraði eina mark Fylkiskvenna í leiknum þegar hún afgreiddi boltann snyrtilega framhjá Aldísi ein á móti marki undir lok leiks.
Eva skoraði eina mark Fylkiskvenna í leiknum þegar hún afgreiddi boltann snyrtilega framhjá Aldísi ein á móti marki undir lok leiks.
Lestu um leikinn: Fylkir 1 - 4 FH
„Ég er nú ekki að búast við að fá boltann. Ég fer þarna í pressu, Aldís á ekki góðan bolta og ég lendi ein á mót henni og markið, sagði Eva um dauðfærið sem hún fékk á silfurfati í stöðunni 0-0.
Aldís markvörður FH átti misheppnaða sendingu sem rataði beint í fæturnar á Evu sem brást þó bogalistinn að þessu sinni.
Stelpurnar í Fylki mættu ógnasterku FH liði hér í kvöld og geta gengið sáttar frá borði. Hlupu úr sér lungun og gáfu allt í leikinn.
„Markmiðið okkar er að hafa gaman í sumar og spila vel. Njóta þess að spila og góð liðsheild"
Athugasemdir