Barca vill Dani Olmo - Crystal Palace að bjóða í Smith Rowe - Sergi Roberto vill enska boltann - Newcastle spyrst fyrir um Madueke
Sveinn Margeir: Geggjað að enda á þessum nótum
Hallgrímur Jónasson: Erum á rosalega góðum stað
Arnar Gunnlaugs: Veldi geta dottið niður
Natasha: Valur var alltaf fyrsti kosturinn
Siggi Höskulds: Þróttur hefði átt að vinna þetta stærra
Glenn eftir grátlegt tap: Erfitt að kyngja þessu
Pétur léttur eftir sigur: Ég mun allavegana tala við Glódísi
Venni í skýjunum eftir sigur á Akureyri - „Var ekkert að fá hjartaáfall í lokin"
Guðni Eiríks svekktur: Dómarinn hafði ekki þor til að flauta
Óli Kristjáns: Torsótt en sanngjarnt
Eiður Aron um gengi Vestra: Höfum verið eins og hjartalínurit
Nik Chamberlain: Fyrir utan eitthvað korter í seinni hálfleiknum þá stóðum við okkur vel
Arnar Freyr sleit líklegast hásin - „Ég plataði Beiti til að skipta í vor”
„Ég er sáttur við frammistöðuna en það þarf að skora“
Davíð Smári: Ég er hávær og ástríðufullur fyrir mínu starfi
Þór/KA þarf að fara í alvöru naflaskoðun - „Ekki mjög bjartsýnn á eitt né neitt akkúrat núna"
John Andrews um Bergþóru: Í skýjunum með að hún hafi valið okkur
Höskuldur: Bara að sparka eins fast og maður gat og það endaði vel
Dóri Árna: Við vorum betra liðið í 173 mínútur af þessu einvígi
Haraldur Freyr: Hann bað liðsfélaga sína afsökunar
   fös 14. júní 2024 22:10
Sölvi Haraldsson
Anton Ingi: Stelpurnar spila fyrir félagið og Grindavík
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ég er virkilega sáttur. Þetta er það sem við lögðum upp með. Að ná í þrjú stig og skora mörk. Við erum að hífa upp markatöluna.“ sagði Anton Ingi Rúnarsson, þjálfari Grindavíkur, eftir magnaðan 4-0 sigur Grindavíkur á ÍR í kvöld.


Lestu um leikinn: ÍR 0 -  4 Grindavík

Leikir Grindavíkur hafa verið mjög lokaðir en fyrir leikinn í kvöld voru þær með markatöluna 3-3 í fimm leikjum.

„Við finnum okkur vel á grasinu. Við erum náttúrulega vanar að vera í Grindavík á grasi, okkur líður mjög vel á því. Það opnuðust flóðgáttir og við erum að endurheimta leikmenn úr meiðslum. Dröfn var að koma til baka sem gefur okkar ákveðna kosti fram á við, þetta er allt á uppleið.“

Grindavík spilaði mjög góðan leik í dag og Anton var mjög sáttur með heildarframmistöðu liðsins.

„Ég er virkilega sáttur með sigurinn. Við unnum allar vel að sigrinum. Við spiluðum leik núna á þriðjudaginn og í dag á föstudegi. Þetta var bara gífurlega vel spilað. Við erum að vinna leikina þegar við skorum á undan sem við gerðum í dag.“

Anton telur að sigurinn í kvöld getur gefið liðinu byr undir báða vængi og þá einnig fyrir sóknarmenn liðsins.

„Þetta gefur okkur klárlega byr undir báða vængi fyrir komandi leiki. Við erum á fínu róli. Unnum Gróttu síðast og ÍR núna. Síðan eigum við hörkuleik gegn FHL í næstu viku. Þannig það er bara að gíra sig niður og gera sig klára í þann leik.“

Eftir sigurinn í dag er Grindavík komið með 10 stig en Anton segir að framhaldið á vellinum líti mjög vel út.

„Mér líst mjög vel á þetta. Þær eru allar einbeittar. Við erum að spila mikið á heimastelpum í þessum leikjum. Það voru 8 heimastelpur í byrjunarliðinu í dag og 9 þar á undan. Stelpurnar spila fyrir félagið og Grindavík. Það gengur vel og framhaldið lítur vel út á vellinum allavegana.“

Viðtalið við Anton má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner