Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
Gunnar: Engin skömm að tapa fyrir Val
Pétur Péturs: Ósáttur með fyrri hálfleikinn
„Farin að sýna okkur það sem ég hef vitað að hún hefur getað síðan hún var 14 ára”
Óli Kristjáns: Þetta voru „freak" mörk
Arnar Grétarsson: Alltof mikið reynt að svindla
Er Valur Arsenal? - „Með svo marga einstaklinga sem geta meitt mann"
Svekktur að tapa leiknum svona - „Once in a lifetime mark“
Skoraði eitt mark sumarsins og hélt hreinu - „Helluð tilfinning“
Mikilvægt að halda í fallegar hefðir - „Mjög stór fígura í sögu Fjölnis“
„Himinlifandi, hamingjusamur og ánægður með sigurinn“
Kristján: Við töpuðum á móti liði sem spilaði miklu betur en við í dag
Sandra María búin að brjóta hundrað marka múrinn í efstu deild
Dragan hélt langa ræðu í klefanum eftir leikinn - „Þetta er bannað"
Virðir stigið á Dalvík - „Fékk högg í kúlurnar og var að drepast"
J. Glenn: Frá okkar bæjardyrum séð leit þetta út eins og víti
Guðni: Held að við séum ekki beint að horfa á toppsætið
Með verk upp í geirvörtur eftir högg í punginn - „Bjóst ekki við króknum"
Halli Hróðmars: ég tel að við séum með hóp sem jafnast á við bestu liðin í deildinni
Anton Ingi: Stelpurnar spila fyrir félagið og Grindavík
Hugsaði um að fara í Breiðablik en fór frekar til Hollands
   fös 14. júní 2024 22:10
Sölvi Haraldsson
Anton Ingi: Stelpurnar spila fyrir félagið og Grindavík
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ég er virkilega sáttur. Þetta er það sem við lögðum upp með. Að ná í þrjú stig og skora mörk. Við erum að hífa upp markatöluna.“ sagði Anton Ingi Rúnarsson, þjálfari Grindavíkur, eftir magnaðan 4-0 sigur Grindavíkur á ÍR í kvöld.


Lestu um leikinn: ÍR 0 -  4 Grindavík

Leikir Grindavíkur hafa verið mjög lokaðir en fyrir leikinn í kvöld voru þær með markatöluna 3-3 í fimm leikjum.

„Við finnum okkur vel á grasinu. Við erum náttúrulega vanar að vera í Grindavík á grasi, okkur líður mjög vel á því. Það opnuðust flóðgáttir og við erum að endurheimta leikmenn úr meiðslum. Dröfn var að koma til baka sem gefur okkar ákveðna kosti fram á við, þetta er allt á uppleið.“

Grindavík spilaði mjög góðan leik í dag og Anton var mjög sáttur með heildarframmistöðu liðsins.

„Ég er virkilega sáttur með sigurinn. Við unnum allar vel að sigrinum. Við spiluðum leik núna á þriðjudaginn og í dag á föstudegi. Þetta var bara gífurlega vel spilað. Við erum að vinna leikina þegar við skorum á undan sem við gerðum í dag.“

Anton telur að sigurinn í kvöld getur gefið liðinu byr undir báða vængi og þá einnig fyrir sóknarmenn liðsins.

„Þetta gefur okkur klárlega byr undir báða vængi fyrir komandi leiki. Við erum á fínu róli. Unnum Gróttu síðast og ÍR núna. Síðan eigum við hörkuleik gegn FHL í næstu viku. Þannig það er bara að gíra sig niður og gera sig klára í þann leik.“

Eftir sigurinn í dag er Grindavík komið með 10 stig en Anton segir að framhaldið á vellinum líti mjög vel út.

„Mér líst mjög vel á þetta. Þær eru allar einbeittar. Við erum að spila mikið á heimastelpum í þessum leikjum. Það voru 8 heimastelpur í byrjunarliðinu í dag og 9 þar á undan. Stelpurnar spila fyrir félagið og Grindavík. Það gengur vel og framhaldið lítur vel út á vellinum allavegana.“

Viðtalið við Anton má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner