Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   þri 14. júlí 2020 13:15
Magnús Már Einarsson
Bjarni Helga spáir í sjöttu umferð í Pepsi Max-deild kvenna
Bjarni Helgason.
Bjarni Helgason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eftir að þrjú félög losnuðu úr sóttkví fer loksins fram heil umferð í Pepsi Max-deild kvenna í þessari viku. Fjórir leikir fara fram í kvöld og einn á morgun.

Bjarni Helgason, íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu, spáir í leiki umferðarinnar að þessu sinni.

ÍBV 0 - 5 Breiðablik (17:30 í dag)
Breiðablik var á miklu flugi áður en leikmannahópurin var sendur í sóttkví og Blikar mæta með læti í þennan leik. Auðveldur sigur gegn Eyjakonum þar sem leikmenn ÍBV eru ennþá að læra nöfnin á hvor annarri.

Þór/KA 3 - 1 FH (18:00 í dag)
Norðankonur hafa unnið alla heimaleiki sína á tímabilinu, bæði í deild og bikar, og á því verður engin breyting þegar FH mætir í heimsókn. FH skorar að vísu mark en Karen María og Hulda Ósk verða á skotskónum fyrir Þór/KA.

Stjarnan 1 - 2 KR (19:15 í dag)
Þetta er „do or die“ leikur fyrir KR og ég spái því að þær stígi upp og taki þrjú stig. Leikmenn KR ákveða loksins að fylgja fordæmi Katrínar Ásbjörnsdóttur (sem eignaðist barn fyrir rúmu ári síðan) og skila jafn góðum hlaupatölum og hún hefur gert í allt sumar.

Þróttur R. 2 - 2 Selfoss (19:15 í dag)
Þróttarar unnu sinn fyrsta sigur gegn FH í síðustu umferð eftir gott jafntefli gegn Fylki í Árbænum. Íslandsmeistaraefnin í Selfossi mæta með klassískt vanmat inn í leikinn og Dagný Brynjarsdóttir jafnar fyrir Selfoss á lokamínútunum eftir mark Lindu Lífar á upphafsmínútum leiksins.

Valur 3 - 1 Fylkir (19:15 á morgun)
Fylkir lagði Valskonur að velli í Reykjavíkurmótinu í vetur en Íslandsmeistararnir verða of sterkir í þetta skiptið. Elín Metta mun fara illa með varnarmenn Fylkis í þessum leik og skora þrennu.

Fyrri spámenn
Halldór Jón Sigurðsson - 3 réttir
Sandra María Jessen - 3 réttir
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner