Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 18. júní 2020 12:00
Magnús Már Einarsson
Sandra María spáir í aðra umferð í Pepsi Max-deild kvenna
Sandra María Jessen
Sandra María Jessen
Mynd: Mirko Kappes
Breiðablik heimsækir Selfoss í kvöld.
Breiðablik heimsækir Selfoss í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Önnur umferðin í Pepsi Max-deild kvenna fer af stað með látum þegar fjórir leikir eru á dagskrá.

Sandra María Jessen, leikmaður Bayer Leverkusen, spáir í leikina að þessu sinni.



Selfoss 2 - 2 Breiðablik (Klukkan 19:15 í kvöld)
Stórleikur umferðarinnar mun eikennast af hörku og mörkum. Selfoss stelpur koma hungraðar til leiks og ætla sér að taka öll þrjú stigin eftir svekkjandi tap gegn Fylki. Þær verða sterkari aðili leiksins en þurfa að sætta sig við 1 stig.

KR 1 - 3 Fylkir (Klukkan 19:15 í kvöld)
Fylkisstelpur eru í stuði og með mikið sjálfstraust eftir sigurinn í fyrstu umferð. Katrín Ásbjörn mun skora fyrsta mark leiksins fyrir KR, en síðan taka Fylkisstelpur leikinn í sínar hendur.

Þróttur 0 - 5 Valur (Klukkan 19:15 í kvöld)
Öruggur sigur Valsstúlkna þar sem Hlín fer á kostum og skorar þrennu. Valsliðið er einfaldlega með það mikil gæði að allt annað en örugg 3 stig væru vonbrigði.

Stjarnan 0 - 1 FH (Klukkan 19:15 í kvöld)
Seiglusigur FH stúlkna sem tefla spennandi liði í sumar. Það er sterkur karakter í liðinu sem mun nýtast þeim vel og skila sigri.

Þór/KA 2 - 1 ÍBV (Klukkan 15:30 á laugardag)
Bæði lið voru stórt spurningamerki fyrir tímabilið en sýndu í fyrstu umferð að þau ætli sér meira en flestar spár sögðu. Mínar konur að norðan klára þennan leik 2-1, þar sem Margrét Árna skorar sigurmarkið seint í leiknum.

Fyrri spámenn
Halldór Jón Sigurðsson - 3 réttir

Draumaliðsdeild 50skills
Mundu að gera breytingar á þínu liði í Draumaliðsdeild 50skills. Hægt er að skrá sig í allt sumar. Markaðurinn lokar klukkutíma fyrir fyrsta leik umferðarinnar.
Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsleiknum!
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner