Ólafur Guðmundsson er að ganga í raðir FH. Þetta staðfesti Sigurbjörn Hreiðarsson, þjálfari Grindavíkur, í samtali við Fótbolta.net í dag.
Ólafur hefur verið á láni hjá Grindavík frá Breiðabliki en Bjössi sagði aðspurður í morgun að Ólafur væri farinn í FH.
Ólafur hefur verið á láni hjá Grindavík frá Breiðabliki en Bjössi sagði aðspurður í morgun að Ólafur væri farinn í FH.
Ólafur er nítján ára varnarmaður sem hefur komið í sögu í öllum ellefu leikjum Grindavíkur í Lengjudeildinni til þessa í sumar.
Í fyrra var hann á láni hjá Keflavík og lék þrjá leiki í Lengjudeildinni. Hann á þá að baki átta unglingalandsleiki.
Samningur Ólafs við Breiðablik átti að renna út eftir tímabilið en ljóst er að hann er að ganga í raðir FH í þessum félagaskiptaglugga.
Athugasemdir