Englendingar eru búnir að jafna gegn Spánverjum í úrslitaleik Evrópumótsins í Berlín.
Lestu um leikinn: Spánn 2 - 1 England
Gareth Southgate, þjálfari Englendinga, gerði tvær breytingar um miðjan síðari hálfleikinn.
Ollie Watkins og Cole Palmer komu inn fyrir Kobbie Mainoo og Harry Kane.
Palmer, sem lagði upp sigurmarkið gegn Hollendingum, jafnaði metin með frábæru marki á 73. mínútu. Boltinn kom inn í teig og var það Jude Bellingham sem 'tíaði' boltann upp fyrir Palmer sem skoraði með stórkostlegu skoti við vítateigslínuna og neðst í vinstra hornið.
„Hvernig fara þeir að þessu?“ sagði og spurði Hörður Magnússon í lýsingunni á RÚV.
Cole Palmer jafnar metin fyrir Englendinga! Þetta lið hreinlega neitar að gefast upp ???????????????????????????? pic.twitter.com/QeBAli26wC
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 14, 2024
Athugasemdir