Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   sun 14. júlí 2024 20:36
Brynjar Ingi Erluson
Palmer jafnaði með geggjuðu skoti - „Hvernig fara þeir að þessu?“
Ískalt hjá Cole Palmer
Ískalt hjá Cole Palmer
Mynd: Getty Images
Englendingar eru búnir að jafna gegn Spánverjum í úrslitaleik Evrópumótsins í Berlín.

Lestu um leikinn: Spánn 2 -  1 England

Gareth Southgate, þjálfari Englendinga, gerði tvær breytingar um miðjan síðari hálfleikinn.

Ollie Watkins og Cole Palmer komu inn fyrir Kobbie Mainoo og Harry Kane.

Palmer, sem lagði upp sigurmarkið gegn Hollendingum, jafnaði metin með frábæru marki á 73. mínútu. Boltinn kom inn í teig og var það Jude Bellingham sem 'tíaði' boltann upp fyrir Palmer sem skoraði með stórkostlegu skoti við vítateigslínuna og neðst í vinstra hornið.

„Hvernig fara þeir að þessu?“ sagði og spurði Hörður Magnússon í lýsingunni á RÚV.


Athugasemdir
banner
banner
banner