Tottenham landar Simons - Man Utd hafnar beiðni Mainoo um að vera lánaður - Villa að kaupa Asensio
   fös 29. ágúst 2025 11:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Evrópudeildin: Lærisveinar Freysa heimsækja Hákon
Freyr Alexandersson.
Freyr Alexandersson.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hákon Arnar Haraldsson.
Hákon Arnar Haraldsson.
Mynd: KSÍ
Daníel Tristan Guðjohnsen, leikmaður Malmö.
Daníel Tristan Guðjohnsen, leikmaður Malmö.
Mynd: Malmö FF
Núna rétt í þessu var dregið í deildarkeppni Evrópudeildinnar. Nokkur Íslendingalið voru í pottinum.

Hákon Arnar Haraldsson er hjá Lille, Arnór Sigurðsson og Daní­el Trist­an Guðjohnsen eru hjá Malmö, Elías Rafn Ólafs­son hjá Midtjylland, Sverrir Ingi Ingason er hjá Pan­athinai­kos og Kol­beinn Birg­ir Finns­son hjá Utrecht. Þá spila Sævar Atli Magnússon og Eggert Aron Guðmundsson fyrir Brann en Freyr Alexandersson er þjálfari liðsins.

Tvö ensk lið voru þá í pottinum, Aston Villa og Nottingham Forest.

Athyglisverðasti leikurinn fyrir okkur Íslendinga er væntanlega viðureign Lille og Brann þar sem Hákon Arnar mun mæta lærisveinum Freys Alexanderssonar. Það eru nokkrir fleiri Íslendingaslagir eins og sjá má hér fyrir neðan.

Andstæðingar ensku liðanna:
Aston Villa: Salzburg (h), Feyenoord (ú), M. Tel Aviv (h), Fenerbahce (ú), Young Boys (h), Basel (ú), Bologna (h), Go Ahead Eagles (ú).

Nottingham Forest: Porto (h), Real Betis (ú), Ferencvaros (h), Braga (ú), Midtjylland (h), Sturm Graz (ú), Malmö (h), Utrecht (ú).

Daníel Tristan, Arnór Sig, Elías Rafn og Kolbeinn Birgir heimsækja því Nottingham Forest sem gaman verður að fylgjast með.

Anstæðingar Íslendingaliðana:
Lille: Dinamo Zagreb (h), Roma (ú), PAOK (h), Rauða stjarnan (ú), Freiburg (h), Young Boys (ú), Brann (h), Celta Vigo (ú).

Brann: Rangers (h), Lille (ú), Fenerbahce (h), PAOK (ú), Midtjylland (h), Sturm Graz (ú), Utrecht (h), Bologna (ú).

Malmö: Dinamo Zagreb (h), Porto (ú), Rauða stjarnan (h), Viktoria Plzen (ú), Ludogorets (h), Nottingham Forest (ú), Panathinaikos (h), Genk (ú).

Midtjylland: Dinamo Zagreb (h), Roma (ú), Celtic (h), M. Tel-Aviv (ú), Sturm Graz (h), Nottingham Forest (ú), Genk (h), Brann (ú).

Panathinaikos: Roma (h), Feyenoord (ú), Viktoria Plzen (h), Ferencvaros (ú), Sturm Graz (h), Young Boys (ú), Go Ahead Eagles (h), Malmö (ú).

Utrecht: Porto (h), Real Betis (ú), Lyon (h), Celtic (ú), Notingham Forest (h), Freiburg (ú), Genk (h), Brann (ú).

Freyr og lærisveinar hans hefðu tekið á móti lærisveinum Jose Mourinho í Bergen ef portúgalski stjórinn hefði ekki verið rekinn frá Fenerbache í morgun.

Eftir smástund verður dregið í Sambandsdeildina. Þar er Breiðablik í pottinum.
Athugasemdir