Alejandro Garnacho er að ganga í raðir Chelsea frá Manchester United fyrir 40 milljónir punda.
Garnacho er mættur á æfingasvæði Chelsea þar sem hann fer í læknisskoðun fyrir skiptin. Enzo Maresca, stjóri Chelsea, var ekkert að leyna neinu um það á fréttamannafundi.
Garnacho er mættur á æfingasvæði Chelsea þar sem hann fer í læknisskoðun fyrir skiptin. Enzo Maresca, stjóri Chelsea, var ekkert að leyna neinu um það á fréttamannafundi.
„Ég veit að hann er hérna," sagði Maresca um Garnacho.
„Hann er kantmaður og ég sé hann þannig," bætti stjóri Chelsea við.
Garnacho var ekki í plönum Rúben Amorim, stjóra Man Utd, og hafa Rauðu djöflarnir reynt að losa sig við hann í allt sumar.
Athugasemdir