Tottenham landar Simons - Man Utd hafnar beiðni Mainoo um að vera lánaður - Villa að kaupa Asensio
   fös 29. ágúst 2025 11:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Preston gat ekki borgað fyrir Andra - Blackburn komið inn í myndina
Andri Lucas Guðjohnsen.
Andri Lucas Guðjohnsen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andri Lucas Guðjohnsen mun líklega yfirgefa Gent í Belgíu áður en félagaskiptaglugginn opnar í næstu viku.

Hann hefur verið orðaður við Preston á Englandi og Utrecht í Hollandi en núna hefur enska félagið Blackburn bæst inn í myndina.

Blaðamaðurinn Alan Nixon greinir frá þessu.

Preston hafði mikinn áhuga á Andra Lucasi en hafði ekki efni á að borga 1 milljón punda fyrir hann, eins og Gent er að biðja um.

Það er spurning hvort Blackburn nái að landa honum en liðið endaði í sjöunda sæti Championship, næst efstu deild Englands, á síðasta tímabili.

Andri Lucas er í íslenska landsliðshópnum sem var valinn í vikunni.
Athugasemdir
banner