Tottenham landar Simons - Man Utd hafnar beiðni Mainoo um að vera lánaður - Villa að kaupa Asensio
   fös 29. ágúst 2025 14:34
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Chelsea að fá leikmann lánaðan frá Brighton
Facundo Buonanotte í leik með Leicester á síðasta tímabili.
Facundo Buonanotte í leik með Leicester á síðasta tímabili.
Mynd: EPA
Það eru óvæntir hlutir að gerast í enska boltanum því Chelsea er að fá Argentínumanninn Facundo Buonanotte á láni frá Brighton.

Samkvæmt Sky Sports er kaupmöguleiki ekki hluti af samningnum.

Chelsea er núna líklegasta liðið til að fá þennan tvítuga leikmann. Buonanotte spilar sem sóknarsinnaður miðjumaður eða á kantinum.

Á síðasta tímabili var hann á láni hjá Leicester sem féll úr ensku úrvalsdeildinni.

Það hefur verið áhugi á honum frá öðrum félögum í ensku úrvalsdeildinni, þar á meðal Leeds. Chelsea virðist hins vegar vera að fá hann sem er vægast sagt athyglisvert.
Athugasemdir
banner
banner