Hvert fer Salah? - Wharton vill Meistaradeild - Ederson til Liverpool eða Barca - Arsenal og Real berjast um Yildiz
   sun 14. ágúst 2022 18:34
Ívan Guðjón Baldursson
Forest búið að kaupa fyrirliða Atalanta (Staðfest)
Freuler er varnarsinnaður miðjumaður með góða sendingagetu. Hann á að stjórna spilinu á miðjunni og er sérstaklega góður að hafa hemil á tempói leikja.
Freuler er varnarsinnaður miðjumaður með góða sendingagetu. Hann á að stjórna spilinu á miðjunni og er sérstaklega góður að hafa hemil á tempói leikja.
Mynd: EPA

Nottingham Forest er ekki að grínast á leikmannamarkaðinum og er búið að bæta við sig nokkrum leikmönnum yfir helgina.


Sá nýjasti er enginn annar en Remo Freuler sem kemur úr röðum Atalanta þar sem hann var fyrirliði félagsins.

Freuler er þrítugur landsliðsmaður Sviss með 46 leiki að baki fyrir þjóð sína og 260 fyrir Atalanta.

Forest borgar 9 milljónir evra fyrir miðjumanninn sem átti aðeins ár eftir af samningi sínum og vildi prófa nýja áskorun eftir langa dvöl á Ítalíu.

Freuler hefur alltaf verið mikill áhugamaður um ensku úrvalsdeildina og er himinlifandi með að fá loks tækifæri til að spila í henni. 

Forest er búið að krækja sér í Cheikhou Kouyate og Emmanuel Dennis um helgina. Þar fyrir utan hafa meira en tíu leikmenn gengið í raðir félagsins í sumar.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 15 10 3 2 28 9 +19 33
2 Man City 15 10 1 4 35 16 +19 31
3 Aston Villa 15 9 3 3 22 15 +7 30
4 Crystal Palace 15 7 5 3 20 12 +8 26
5 Chelsea 15 7 4 4 25 15 +10 25
6 Man Utd 15 7 4 4 24 22 +2 25
7 Everton 15 7 3 5 18 17 +1 24
8 Brighton 15 6 5 4 25 21 +4 23
9 Sunderland 15 6 5 4 18 17 +1 23
10 Liverpool 15 7 2 6 24 24 0 23
11 Tottenham 15 6 4 5 25 18 +7 22
12 Newcastle 15 6 4 5 21 19 +2 22
13 Bournemouth 15 5 5 5 21 24 -3 20
14 Brentford 15 6 1 8 21 24 -3 19
15 Fulham 15 5 2 8 20 24 -4 17
16 Leeds 15 4 3 8 19 29 -10 15
17 Nott. Forest 15 4 3 8 14 25 -11 15
18 West Ham 15 3 4 8 17 29 -12 13
19 Burnley 15 3 1 11 16 30 -14 10
20 Wolves 15 0 2 13 8 31 -23 2
Athugasemdir
banner