Leiknir Reykjavík fóru svekktir af velli eftir 1-1 jafntefli gegn Fjölni í stórleik 21. umferðar Inkasso deildar karla í dag en nú er sæti í Pepsi Max langsótt en allt getur gerst.
"Rosaleg barátta, erfiðar aðstæður, leiðinlegt að geta ekki spilað í betri aðstæðum og sýnt betri fótbolta en þetta var bara háspenna lífshætta og gaman að þessu" Hafði Siggi Höskulds að segja eftir svekkjandi jaftefli.
"Við sköpum okkur ekki mörg færi en mér fannst við betri aðilinn í leiknum, við missum aðeins taktinn í fyrri hálfleik en heilt yfir fannst mér við betri aðilinn, en skilið að vinna leikinn, ég veit það ekki en heilt yfir fannst mér við betri"
"Rosaleg barátta, erfiðar aðstæður, leiðinlegt að geta ekki spilað í betri aðstæðum og sýnt betri fótbolta en þetta var bara háspenna lífshætta og gaman að þessu" Hafði Siggi Höskulds að segja eftir svekkjandi jaftefli.
"Við sköpum okkur ekki mörg færi en mér fannst við betri aðilinn í leiknum, við missum aðeins taktinn í fyrri hálfleik en heilt yfir fannst mér við betri aðilinn, en skilið að vinna leikinn, ég veit það ekki en heilt yfir fannst mér við betri"
Lestu um leikinn: Fjölnir 1 - 1 Leiknir R.
"Erum í blússandi séns og skemmtilegt, við erum ekki búnir að tapa í 10 leikjum í röð og leikurinn næsta laugardag, við hjólum bara í hann og sjáum hvað setur" Sagði Siggi Höskulds varðandi mögulegt sæti í Pepsi Max.
Leiknir eru enn í 3. sæti deildarinnar þrem stigum frá Gróttu, til þess að Leiknir fari upp þarf Grótta að tapa fyrir Haukum og Leiknir að vinna Fram með 2 mörkum eða fleiri, en Grótta eru með +10 í markatölu og Leiknir með +8. Möguleikinn er ennþá til staðar fyrir Leiknismenn.
Athugasemdir