Eze og Olise gætu sameinast á ný - Veglegur launapakki Wirtz - De Bruyne á leið til Napoli
Halli Hróðmars: Þetta var rautt spjald
Siggi Höskulds: Galið að þessi leikur vinnist með einu marki
Ekki sáttur með byrjunina á tímabilinu - „Köstum þessu frá okkur“
Skoraði sitt fyrsta mark í Bestu - „Ekkert eðlilega gott"
Endurstilltu sig í hálfleik - „Ekki við hæfi barna“
Sölvi dásamar Stíg Diljan: Hann er með allan pakkann
Jón Þór ósáttur við dómarana - „Menn eru full litlir í sér"
Haddi: Ég hef fengið frábær svör
Magnús Már: Hallgrímur Mar drepur þetta
Hallgrímur Mar: Þetta er á réttri leið
Túfa: Aðalmarkmiðið var að halda markinu hreinu
Láki: Okkar slakasti leikur í sumar
Alli Jói: Hann gefur okkur ekki eðlilega mikið
Elfar Árni: Skemmtilegra að vinna á dramatískan hátt
Jóhannes Karl: Er orðinn svo þreyttur á þessari spurningu
Jóhann Kristinn: Eigum 'Hell week' framundan
Guðni Eiríks: Maður vill að FH liðið standi fyrir eitthvað
Óskar Hrafn: Við stjórnum leiknum frá upphafi til enda
Gunnar Heiðar: Ekki margir í þessari deild sem geta gert þetta
Hemmi: Skiptir mestu máli hvað þú gerir inni í vítateigunum
   lau 14. september 2019 16:38
Ester Ósk Árnadóttir
Sveinn Þór: Við erum að njóta
Sveinn Þór tók við Magna í sumar
Sveinn Þór tók við Magna í sumar
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„Þetta er gríðarlega góð tilfinning og ævintýrið heldur bara áfram," sagði Sveinn Þór þjálfari Magna eftir mikilvægan sigur á Þrótti Reykjavík.

Lestu um leikinn: Magni 3 -  1 Þróttur R.

Magni skorar tvö mörk í fyrri hálfleik.

„Uppleggið var að vera ákveðnir og fara hátt á þá, sérstaklega í byrjun. Það virkaði bara vel og við vorum 2-0 yfir í hálfleik. Svo vissum við að við myndum falla neðar á völlinn og þeir setja meira púður í sóknarleikinn. Við ætluðum þá bara að refsa þeim en það gekk erfiðalega. Við stóðumst áhlaupið. Það var stundum tæpt en við stóðumst það."

Þróttur náði að minnka muninn á 89 mínútu en Magni svaraði með þriðja markinu strax í kjölfarið.

„Það var þvílíkur léttir, það var æðislegt. Mikilvægt að svara bara strax. Það var ekkert planið að henda mörgum fram. Við ætluðum að fara að tefja út í hornið þegar við náum að brjótast í gegn."

Magni hefur náð í mikilvæg stig í seinni umferðinni.

„Það er aðallega hugarfarið. Við erum að fókusera á frammistöðuna og njóta. Það er sterkt orð sem við erum búnir að vera að nota mikið. Við erum bara að njóta. Það eru forréttindi að fá að spila fótbolta. Við erum að hamra á liðsanda, viljastyrk og svo erum við búnir að auka tempó á æfingum."

Síðasti leikur Magna er á móti Þór. Liðið er 10 sæti með 22 stig, einu stigi meira en Þróttur.

„Það er bara að njóta og fókursera á okkur. Gefa allt í þetta í 95 mínútur. Það er ennþá líf í þessu, ein umferð eftir. Þetta er bara mikið ævintýri. Það er alltaf betra þegar þetta er í okkar höndum og þurfa ekki að treysta á önnur úrslit. Við erum búnir að fara í hvern leik til þess að vinna og það breytist ekki næstu helgi."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner