Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
   lau 14. september 2019 16:38
Ester Ósk Árnadóttir
Sveinn Þór: Við erum að njóta
Sveinn Þór tók við Magna í sumar
Sveinn Þór tók við Magna í sumar
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„Þetta er gríðarlega góð tilfinning og ævintýrið heldur bara áfram," sagði Sveinn Þór þjálfari Magna eftir mikilvægan sigur á Þrótti Reykjavík.

Lestu um leikinn: Magni 3 -  1 Þróttur R.

Magni skorar tvö mörk í fyrri hálfleik.

„Uppleggið var að vera ákveðnir og fara hátt á þá, sérstaklega í byrjun. Það virkaði bara vel og við vorum 2-0 yfir í hálfleik. Svo vissum við að við myndum falla neðar á völlinn og þeir setja meira púður í sóknarleikinn. Við ætluðum þá bara að refsa þeim en það gekk erfiðalega. Við stóðumst áhlaupið. Það var stundum tæpt en við stóðumst það."

Þróttur náði að minnka muninn á 89 mínútu en Magni svaraði með þriðja markinu strax í kjölfarið.

„Það var þvílíkur léttir, það var æðislegt. Mikilvægt að svara bara strax. Það var ekkert planið að henda mörgum fram. Við ætluðum að fara að tefja út í hornið þegar við náum að brjótast í gegn."

Magni hefur náð í mikilvæg stig í seinni umferðinni.

„Það er aðallega hugarfarið. Við erum að fókusera á frammistöðuna og njóta. Það er sterkt orð sem við erum búnir að vera að nota mikið. Við erum bara að njóta. Það eru forréttindi að fá að spila fótbolta. Við erum að hamra á liðsanda, viljastyrk og svo erum við búnir að auka tempó á æfingum."

Síðasti leikur Magna er á móti Þór. Liðið er 10 sæti með 22 stig, einu stigi meira en Þróttur.

„Það er bara að njóta og fókursera á okkur. Gefa allt í þetta í 95 mínútur. Það er ennþá líf í þessu, ein umferð eftir. Þetta er bara mikið ævintýri. Það er alltaf betra þegar þetta er í okkar höndum og þurfa ekki að treysta á önnur úrslit. Við erum búnir að fara í hvern leik til þess að vinna og það breytist ekki næstu helgi."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner