
Fram fékk Tindastól í heimsókn í Bestu deild kvenna í kvöld. Liðin voru jöfn með 6 stig í 7. og 8. sæti fyrir leikinn.
Heimakonur voru betri aðilinn í fyrri hálfleiknum og Una Rós Unnarsdóttir var nálægt því að skora en skot hennar hafnaði í slá.
Stuttu síðar komst Birgitta Rún Finnbogadóttir inn í sendingu og slapp ein í gegn en Elaina La Macchia sá við henni og bjargaði í horn.
Seinni hálfleikurinn var frekar tíðindalítill en Murielle Tiernan, fyrrum leikmður Tindastóls, var nálægt því að sleppa í gegn undir lokin en Genevieve Jae Crenshaw var á undan henni í boltann.
Murielle tryggði Fram dramatískan sigur stuttu síðar þegar hún stýrði boltanum í netið eftir fyrirgjöf frá Söra Svanhildi Jóhannsdóttur.
Besta-deild kvenna
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Breiðablik | 7 | 5 | 1 | 1 | 29 - 7 | +22 | 16 |
2. Þróttur R. | 6 | 5 | 1 | 0 | 14 - 5 | +9 | 16 |
3. FH | 7 | 5 | 1 | 1 | 13 - 7 | +6 | 16 |
4. Þór/KA | 6 | 4 | 0 | 2 | 14 - 11 | +3 | 12 |
5. Stjarnan | 6 | 3 | 0 | 3 | 8 - 15 | -7 | 9 |
6. Fram | 7 | 3 | 0 | 4 | 8 - 16 | -8 | 9 |
7. Valur | 7 | 2 | 2 | 3 | 7 - 9 | -2 | 8 |
8. Tindastóll | 7 | 2 | 0 | 5 | 8 - 12 | -4 | 6 |
9. Víkingur R. | 7 | 1 | 1 | 5 | 10 - 18 | -8 | 4 |
10. FHL | 6 | 0 | 0 | 6 | 3 - 14 | -11 | 0 |
Athugasemdir