Það er líklegast að Florian Wirtz fari til Liverpool í sumar ef hann yfirgefur Leverkusen samkvæmt heimildum The Athletic.
Liverpool og Bayern hafa verið á eftir honum en hann er talinn vilja fara til Liverpool. Enska félagið þarf hins vegar að ná samkomulagi við Leverkusen en þýska félagið hefur sett rúmlega 120 milljón punda verðmiða á hann.
Liverpool og Bayern hafa verið á eftir honum en hann er talinn vilja fara til Liverpool. Enska félagið þarf hins vegar að ná samkomulagi við Leverkusen en þýska félagið hefur sett rúmlega 120 milljón punda verðmiða á hann.
Wirtz hefur verið á Englandi í leit að húsnæði ef félagaskiptin skildu ganga í gegn.
Hann er einn eftirsóttasti sóknarmaður heims en hann var í lykilhlutverki hjá Leverksen sem vann þýsku deildina í fyrra. Hann skoraði átján mörk og lagði upp tuttugu í 49 leikjum í öllum keppnum.
Hann skoraði 16 mörk og lagði upp 15 í 45 leikjum á þessari leiktíð þar sem Leverkusen hafnaði í 2. sæti í þýsku deildinni.
Athugasemdir