
Víkingur er Mjólkurbikarmeistari karla. Liðið vann 1-0 sigur á FH í úrslitaleiknum á Laugardalsvelli í dag.
Smelltu hér til að lesa nánar um leikinn.
Smelltu hér til að lesa nánar um leikinn.
Pablo Punyed, leikmaður KR, hrífst mjög af þessu liði Víkings. Hann segir það minna Ajax-liðið sem komst í undanúrslit Meistaradeildarinnar á síðasta tímabili.
Ajax sló út lið eins og Juventus og Real Madrid á leið sinni í undanúrslit Meistaradeildarinnar á síðasta tímabili. Að lokum féll liðið út gegn Tottenham á mjög dramatískan hátt. Aðalamennirnir í liðinu voru ungir Hollendingar eins og Matthijs de Ligt, Frenkie de Jong og Donny van de Beek.
„Að horfa á Víking er eins og að horfa á Ajax í Meistaradeildinni á síðustu leiktíð - ungir, spennandi, tæknilega góðir, hungraðir og alltaf tilbúnir að spila. Vel gert (hingað til) Arnar!" skrifaði Pablo á Twitter.
Vikingur R. is like watching Ajax this last year in CL - young, exciting, technical, hungry, and always looking to play. Well done (so far), Arnar!
— Pablo Punyed (@PabloPunyed) September 14, 2019
Athugasemdir