Eze og Olise gætu sameinast á ný - Veglegur launapakki Wirtz - De Bruyne á leið til Napoli
   lau 14. september 2019 19:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Víkingar eins og Ajax í Meistaradeildinni á síðasta tímabili
Pablo í leik gegn Víkingum.
Pablo í leik gegn Víkingum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur er Mjólkurbikarmeistari karla. Liðið vann 1-0 sigur á FH í úrslitaleiknum á Laugardalsvelli í dag.

Smelltu hér til að lesa nánar um leikinn.

Pablo Punyed, leikmaður KR, hrífst mjög af þessu liði Víkings. Hann segir það minna Ajax-liðið sem komst í undanúrslit Meistaradeildarinnar á síðasta tímabili.

Ajax sló út lið eins og Juventus og Real Madrid á leið sinni í undanúrslit Meistaradeildarinnar á síðasta tímabili. Að lokum féll liðið út gegn Tottenham á mjög dramatískan hátt. Aðalamennirnir í liðinu voru ungir Hollendingar eins og Matthijs de Ligt, Frenkie de Jong og Donny van de Beek.

„Að horfa á Víking er eins og að horfa á Ajax í Meistaradeildinni á síðustu leiktíð - ungir, spennandi, tæknilega góðir, hungraðir og alltaf tilbúnir að spila. Vel gert (hingað til) Arnar!" skrifaði Pablo á Twitter.


Athugasemdir
banner