Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   mið 14. september 2022 09:44
Elvar Geir Magnússon
Boehly vill stjörnuleik í enska boltanum - „Vill hann líka fá Harlem Globetrotters?“
Todd Boehly, eigandi Chelsea.
Todd Boehly, eigandi Chelsea.
Mynd: EPA
Klopp er ekki hrifinn.
Klopp er ekki hrifinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bandaríkjamaðurin Todd Boehly, eigandi Chelsea, er stuðningsmaður þess að enska úrvalsdeildin byrji með stjörnuleik að amerískri fyrirmynd þar sem norðrið mætir suðrinu.

Boehly á einnig hlut í hafnaboltaliðinu Los Angeles Dodgers og NBA körfuboltafélaginu Lakers.

Hann hefur viðrað hugmynd sína við kollega sína í ensku úrvalsdeildinni.

„Ég vonast til þess að enska úrvalsdeildin muni horfa til þess sem er að ganga vel í bandarískum íþróttum. Af hverju er ekki stjörnuleikur? Þannig leikur myndi skapa gríðarlegur tekjur, þetta gæti verið norðrið gegn suðrinu," segir Boehly.

Sagði hann þetta í alvöru?
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, er ekki hrifinn af þessari hugmynd Boehly.

„Hann er ekkert að bíða með þetta. Þegar hann finnur dag til að spila þennan leik þá getur hann hringt í mig. Í bandarískum íþróttum fá leikmenn fjögurra mánaða frí. Vill hann koma með Harlem Globetrotters inn í deildina líka?," sagði Klopp.

Harlem Globetrotters er bandarískt sýningarlið sem sýnir ýmsar kúnstir með körfuboltann.

„Kannski getur hann útskýrt þetta betur en ég er ekki viss um að fólk vilji sjá svona leik. United leikmenn, Liverpool leikmenn, Everton leikmenn saman. Þetta eru ekki landslið. Sagði hann þetta í alvöru?"
Athugasemdir
banner
banner
banner