Lokaumferð Lengjudeildarinnar fer fram í dag, allir sex leikirnir hefjast klukkan 14:00.
Það er mikið undir í toppbaráttunni, efstu liðin berjast um að komast upp og þá er hörð barátta um að komast í umspilið. Allir leikirnir eru í beinni textalýsingu og er hægt að nálgast þær lýsingar á forsíðu Fótbolta.net.
Það er mikið undir í toppbaráttunni, efstu liðin berjast um að komast upp og þá er hörð barátta um að komast í umspilið. Allir leikirnir eru í beinni textalýsingu og er hægt að nálgast þær lýsingar á forsíðu Fótbolta.net.
Sex neðstu liðin í deildinni eru ekki að spila um neitt í dag en ljóst er að Dalvík/Reynir og Grótta falla úr deildinni.
Það eru því einhver lið að gefa ungum leikmönnum tækifæri og má sjá nokkra unga leikmenn í liðunum í dag. Yngstu leikmennirnir eru fæddir árið 2008 og eru þeir þrír í byrjunarliðunum sem eru á sextánda aldursári. Allir þrír hafa komið við sögu fyrr í sumar og eiga þeir allir leiki að baki fyrir unglingalandsliðin.
Tveir þeirra eru hjá Þór; Sverrir Páll Ingason hefur komið við tveimur leikjum í sumar og Einar Freyr Halldórsson er að taka þátt í sínum sjötta leik í sumar. Sá þriðji er svo Sölvi Snær Ásgeirsson sem er að taka þátt í sínum sjöunda leik fyrir Grindavík. Þór mætir Gróttu á Vivaldi vellinum og Grindavík mætir Njarðvík í Safamýri.
Lengjudeild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. ÍBV | 22 | 11 | 6 | 5 | 50 - 27 | +23 | 39 |
2. Keflavík | 22 | 10 | 8 | 4 | 37 - 24 | +13 | 38 |
3. Fjölnir | 22 | 10 | 7 | 5 | 34 - 28 | +6 | 37 |
4. Afturelding | 22 | 11 | 3 | 8 | 39 - 36 | +3 | 36 |
5. ÍR | 22 | 9 | 8 | 5 | 30 - 28 | +2 | 35 |
6. Njarðvík | 22 | 8 | 9 | 5 | 34 - 29 | +5 | 33 |
7. Þróttur R. | 22 | 8 | 6 | 8 | 37 - 31 | +6 | 30 |
8. Leiknir R. | 22 | 8 | 4 | 10 | 33 - 34 | -1 | 28 |
9. Grindavík | 22 | 6 | 8 | 8 | 40 - 46 | -6 | 26 |
10. Þór | 22 | 6 | 8 | 8 | 32 - 38 | -6 | 26 |
11. Grótta | 22 | 4 | 4 | 14 | 31 - 50 | -19 | 16 |
12. Dalvík/Reynir | 22 | 2 | 7 | 13 | 23 - 49 | -26 | 13 |
Athugasemdir