Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Atletico hefur áhuga á Rashford
Formaður Völsungs: Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
banner
   mán 14. október 2019 21:57
Egill Sigfússon
Hannes: Manni líður eins og maður hafi tapað
Icelandair
Hannes handsamar boltann í leiknum í kvöld
Hannes handsamar boltann í leiknum í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Ég er ekkert svakalega ánægður með frammistöðuna í kvöld en við gerðum svona það sem við þurftum að gera. Við vorum ekki góðir í fyrri hálfleik sérstaklega, vorum ekki klárir í þennan leðjuslag sem þeir voru klárir í. Við erum auðvitað betri en þeir og skoruðum og höfðum öll völd í seinni hálfleik."

Sagði Hannes Þór Halldórsson markvörður Íslenska landsliðsins eftir 2-0 sigur á Andorra á Laugardalsvelli í kvöld.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  0 Andorra

Hannes segir að það hafi eyðilagt algjörlega fyrir þeim að heyra af jafntefli Frakklands og Tyrklands en hann heldur í trúnna að Tyrkirnir gætu tapað stigum í Andorra.

„Það eyðilagði alveg daginn, manni líður bara eins og maður hafi tapað hérna í dag. Það er ekkert við því að gera og maður verður bara að takast á við næsta verkefni. Ég sagði strax eftir að við spiluðum út í Andorra að Tyrkirnir myndu tapa stigum þar. Það er mjög langsótt en það er drullu erfitt að spila þarna"

Hannes stefnir á að fara út til Danmerkur að æfa í tvær vikur til að halda sér í formi enda tímabilið hér á Íslandi búið.

„Planið var að fara út til Danmerkur í tvær vikur og halda mér í formi þar. Nú verð ég bara að setjast niður með þjálfaranum og fara út í framhaldið."
Athugasemdir
banner