KSÍ fékk grænt ljós frá yfirvöldum áður en ákveðið var að Arnar Þór Viðarsson, þjálfari U21 landsliðsins, myndi vera á hliðarlínunni gegn Belgum í Þjóðadeildinni á Laugardalsvelli í kvöld.
Arnar og Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U17 ára landsliðsins, verða á hliðarlínunni í kvöld en Erik Hamren, landsliðsþjálfari, og Freyr Alexandersson, aðstoðarþjálfari, eru í sóttkví og verða í glerbúri efst á Laugardalsvelli þar sem þeir verða í sambandi við Arnar og Davíð.
Arnar stýrði U21 landsliði Íslands til sigurs gegn Lúxemborg ytra í gær og þó að hann komi til landsins í dag þá má hann fara í vinnusóttkví og þar með vera á hliðarlínunni í kvöld.
Arnar og Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U17 ára landsliðsins, verða á hliðarlínunni í kvöld en Erik Hamren, landsliðsþjálfari, og Freyr Alexandersson, aðstoðarþjálfari, eru í sóttkví og verða í glerbúri efst á Laugardalsvelli þar sem þeir verða í sambandi við Arnar og Davíð.
Arnar stýrði U21 landsliði Íslands til sigurs gegn Lúxemborg ytra í gær og þó að hann komi til landsins í dag þá má hann fara í vinnusóttkví og þar með vera á hliðarlínunni í kvöld.
„Þeir aðilar sem koma til landsins í tengslum við knattspyrnuleik fara í vinnusóttkví sem þýðir að þeir mega sinna sinni vinnu," sagði Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, við Fótbolta.net í dag.
„Þetta er sama með dómara, eftirlitsmenn, starfsmenn UEFA og belgíska liðið. Hann hefur heimild til að vera í vernduðu umhverfi. Hann má ekki fara í Kringluna en hann má vera á skilgreindu svæði eins og Laugardalsvelli."
Klara segir einnig að Hamren og Freyr hafi fengið grænt ljós frá yfirvöldum á að vera í sérstakri aðstöðu á vellinum þó að þeir séu í sóttkví.
„Við höfum fengið staðfestingu á þetta er heimilt. Þeir verða í sóttkví á vellinum. Þeir verða með sér inngang, sér salerni og munu ekki umgangast neinn annan á vellinum. Báðar þessar ákvarðanir voru bornar undir yfirvöld og teknar í samráði við fulltrúa heilbrigðisyfirvalda," sagði Klara.
Athugasemdir