Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 14. október 2021 11:30
Elvar Geir Magnússon
Leið Brazell í þjálfarastólinn hjá Gróttu
Lengjudeildin
Chris Brazell er tekinn við Gróttu.
Chris Brazell er tekinn við Gróttu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brazell var aðstoðarmaður Ágústs Gylfasonar á liðnu tímabili í Lengjudeildinni. Grótta endaði í sjötta sæti.
Brazell var aðstoðarmaður Ágústs Gylfasonar á liðnu tímabili í Lengjudeildinni. Grótta endaði í sjötta sæti.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Chris Brazell, fyrrum akademíuþjálfari hjá Norwich, var á dögunum ráðinn sem nýr þjálfari Gróttu í Lengjudeild karla eftir að Ágúst Gylfason lét af störfum.

Brazell, sem er aðeins 29 ára, kom til Íslands í gegnum kynni af Bjarka Má Ólafssyni sem þjálfaði hjá Gróttu en er nú aðstoðarþjálfari hjá Al Arabi í Katar.

Brazell segir í viðtali sem birt er í breskum fjölmiðlum að hann hafi ungur að árum sett sér það markmið að vera orðinn aðalþjálfari 27 ára gamall. Því markmiði náði hann ekki.

Eftir að hafa verið fjögur ár við störf hjá Norwich ferðaðist hann um og aflaði sér þekkingar, hann bjó meðal annars í Japan um tíma. Bjarka kynntist hann þegar Íslendingurinn heimsótti Norwich og skoðaði aðstæður þar 2017.

Brazell ferðaðist svo til Íslands og kynntist Gróttu. Ári síðar kom svo símtal frá félaginu og honum bauðst að verða yfirþjálfari yngri flokka og aðstoðarþjálfari Ágústs með meistaraflokk. Því tilboði tók hann og nú í haust var hann ráðinn aðalþjálfari.

Í umræddu viðtali talar hann einnig um sig sem þjálfara.

„Er ég kröfuharður? Já. Er ég mikið í leikgreiningu? Já. Ég hef miklka ástríðu fyrir þjálfun og fótbolta. En ég er ekki Darren Huckerby, ég get ekki bara labbað inn í klefann hjá Norwich og allir segja 'Vá, þetta er Huck'. Ég labba inn og þeir hugsa: 'Hver í andskotanum er þessi lágvaxni rauðhærði gaur?'" segir Brazell.

„Það er auðvelt fyrir mig að segja að ég vilji hápressu eða að liðið mitt spili út frá öftustu línu. Hver vill það ekki? Sem lið reynir þú að bæta þig í öllum þáttum og fela veikleikana sem þú gætir verið með. Undirliggjandi markmið í fótboltanum er að keppa og mitt lið verður samkeppnishæft. Eftir það þá set ég upp æfingar og leiki og fæ leikmenn til að trúa því að þeir geti enn meira."

Brazell segir í Hér má lesa greinina í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner