Nóg af Amorim tengdu slúðri - Arsenal horfir til Bayern - Chelsea horfir til Lecce - Gerrard ætlar að berjast
banner
   mán 14. október 2024 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðræður við Pogba þokast áfram
Paul Pogba.
Paul Pogba.
Mynd: EPA
Viðræður Juventus við Paul Pogba um riftun á samningi hans eru að þokast áfram.

Pogba féll á lyfjaprófi í fyrra og var dæmdur í fjögurra ára bann. Það bann var stytt í 18 mánuði á dögunum og getur hann hafið æfingar aftur í janúar. Hann má svo byrja að spila í mars.

Pogba er 31 árs gamall og hefur ekki spilað keppnisfótbolta síðan í september 2023.

Hann er núna samningsbundinn Juventus og er það til 2026 en ítalska félagið ætlar ekki að gefa honum annað tækifæri; hann mun ekki spila aftur fyrir Juventus og er ekki í plönum félagsins.

Allt útlit er fyrir það að hann verði án félags í byrjun næsta árs en Marseille í Frakklandi hefur sýnt honum hvað mestan áhuga.
Athugasemdir
banner
banner