Kvaratskhelia orðaður við Man Utd og Liverpool - Moyes fyrsti kostur Everton - Man Utd blandar sér í baráttuna um Mbeumo
   mán 14. nóvember 2016 11:46
Magnús Már Einarsson
Malta
Gylfi og Aron Þrándar ekki með á morgun
Icelandair
Gylfi og Aron með Frikka sjúkraþjálfara á æfingunni í dag.
Gylfi og Aron með Frikka sjúkraþjálfara á æfingunni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Gylfi Þór Sigurðsson verður ekki með íslenska landsliðinu í vináttuleiknum gegn Möltu á morgun en hann er að glíma við smávægileg meiðsli.

„Ég lenti illa á hnénu í leiknum gegn Króötum og er ennþá svolítið tæpur," sagði Gylfi við Fótbolta.net í dag.

„Þó að ég væri í toppstandi þá myndi ég búast við að Heimir myndi breyta liðinu algjörlega og gefa þeim strákum sem hafa ekkert verið að spila undanfarið sénsinn á að spila 90 mínútur."

Gylfi reiknar með að jafna sig af meiðslunum fyrir leik Swansea gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni á laugardag.

„Ég hef verið í meðhöndlun síðustu daga og er skárri en ég var beint eftir leikinn sem og í gær. Ég ætti vonandi að ná leiknum á laugardaginn," sagði Gylfi sem er í meðhöndlun hjá íslensku sjúkraþjálfurunum á Möltu.

„Við erum í fínum málum með sjúkraþjálfara. Við erum með frábæra stráka í því starfi og þeir hugsa frábærlega um okkur strákana."

Aron Elís Þrándarson, sem var kallaður inn í hópinn í síðustu viku, verður heldur ekki með í leiknum annað kvöld vegna tognunar. Aron og Gylfi skokkuðu og voru í sérstökum æfingum með Friðriki Ellerti Jónssyni sjúkraþjálfara á æfingunni í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner