
Presnel Kimpembe, varnarmaður Paris Saint-Germain, hefur dregið sig úr franska landsliðshópnum fyrir HM.
Kimpembe getur ekki tekið þátt á mótinu vegna meiðsla.
Kimpembe getur ekki tekið þátt á mótinu vegna meiðsla.
Hinn 27 ára gamli Kimpembe var hluti af franska liðinu sem varð heimsmeistari árið 2018. Hann verður hins vegar ekki með á mótinu í Katar.
Didier Deschamps, landsliðsþjálfari Frakklands, hefur ákveðið að kalla inn Axel Disasi, varnarmann Mónakó, inn í staðinn. Disasi, sem er fæddur árið 1998, hefur ekki leikið A-landsleik fyrir þetta mót.
Marcus Thuram, leikmaður Borussia Mönchengladbach, hefur einnig verið kallaður inn í franska hópinn sem 26. maður.
Frakkland er í riðli með Ástralíu, Danmörku og Túnis á mótinu í Katar.
🚨 OFFICIEL ! AXEL DISASI EST CONVOQUÉ EN ÉQUIPE DE FRANCE ! 🇫🇷
— Actu Foot (@ActuFoot_) November 14, 2022
Il remplace Presnel Kimpembe. pic.twitter.com/AafyFzLQsZ
Athugasemdir