Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   þri 14. nóvember 2023 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tilfinningarík stund þegar Díaz faðmaði foreldra sína aftur
Luis Diaz.
Luis Diaz.
Mynd: Getty Images
Það var tilfinningaþrungin stund í Kólumbíu í dag þegar Luis Díaz, leikmaður Liverpool, hitti foreldra sína aftur eftir erfiðar vikur.

Foreldrum fótboltamannsins var rænt fyrir rúmum tveimur vikum síðan en móður hans var síðan sleppt fljótlega.

Skæruliðasamtökin ELN stóðu á bakvið mannránið, en slepptu föður Diaz lausum síðasta fimmtudag eftir viðræður við kólumbíska herinn. Hann hafði þá verið í haldi í tólf daga.

„Þetta var ótrúlega erfitt, næstum tólf dagar án svefns. Þó meðferðin hafi verið góð, þá leið mér ekki þægilega og saknaði hversdagslífsins, barnanna, heimabæjarins og vina minna,“ sagði faðir Díaz þegar honum var sleppt.

Luis Díaz er núna í landsliðsverkefni með Kólumbíu en hann nýtti tækifærið og faðmaði foreldra sína. Hér fyrir neðan má sjá myndir af þessari fallegu stund.


Athugasemdir
banner