Díaz á förum frá Liverpool - Newcastle fær markvörð Burnley - Man City ætlar að losa sig við reynda leikmenn
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
Steini: Óvissa með leikkerfið en undirbúum okkur undir bæði
Sölvi Geir: Allir Víkingar mega vera stoltir af þessu liði
Matti Villa: Hefðum átt góða möguleika í framlengingu
Ari Sigurpáls: Upprunalegt markmið var að ná í eitt stig
Fyrirliði Vals um félagaskipti Gylfa: Þetta var blásið upp
Myndband: Víkingar fá fallegar kveðjur að heiman
Telja að Víkingur hafi gert díl við manninn þarna uppi
Góður andi í Aþenu - 75 Víkingar á 75 þúsund manna velli
Sölvi Geir: Besta og dýrasta afmælisgjöf sem ég hef fengið
Lykilmenn snúa úr banni - „Langt frá því að vera saddir“
„Þeir hreinlega skömmuðust sín“
Fiðrildi í maganum fyrir leik - „Þetta var ógeðslega gaman“
„Rosalega erfitt að kveðja hann“
„Vona að Kári Árna taki ekki upp á þessu“
   þri 15. janúar 2019 19:08
Elvar Geir Magnússon
Doha
Willum: Hefði viljað spila meira
Icelandair
Willum í leiknum í kvöld.
Willum í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
„Það er góð tilfinning að koma inná, fá að spila sínar fyrstu mínútur og setja fyrsta leikinn á blað," sagði Willum Þór Willumsson leikmaður Breiðabliks sem spilaði sinn fyrsta landsleik í markalausa jafnteflinu við Eistland í kvöld.

Lestu um leikinn: Ísland 0 -  0 Eistland

Hann kom inná um miðjan seinni hálfleikinn en þurfti að bíða á hliðarlínunni í sjö mínútur því boltinn fór ekkert úr leik.

„Þetta var orðið frekar fyndið. Ég var mættur þarna en svo var ég bara orðinn kaldur eftir 5-7 mínútur. Ég hef aldrei lent í þessu áður en gott að hann fór útaf."

„Ég hef séð skemmtilegri leiki en þetta voru tvö lið sem börðust og hlupu mikið. Mér fannst bæði lið einbeita sér að varnarleik svo það var ekki mikið um opin færi."

Ísland spilaði tvo leiki í ferðinni til Katar, gegn Svíum á föstudaginn og svo gegn Eistum í dag þar sem Willum fékk 21 mínútu.

„Þetta er búið að vera mjög gaman hérna í Katar en ég hefði persónulega viljað spila aðeins meira. En þetta er A-landsliðið og gott að komast inn og kynnast strákunum aðeins og fá fyrsta leikinn."

Nánar er rætt við hann í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner