Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
banner
   þri 15. janúar 2019 19:08
Elvar Geir Magnússon
Doha
Willum: Hefði viljað spila meira
Icelandair
Willum í leiknum í kvöld.
Willum í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
„Það er góð tilfinning að koma inná, fá að spila sínar fyrstu mínútur og setja fyrsta leikinn á blað," sagði Willum Þór Willumsson leikmaður Breiðabliks sem spilaði sinn fyrsta landsleik í markalausa jafnteflinu við Eistland í kvöld.

Lestu um leikinn: Ísland 0 -  0 Eistland

Hann kom inná um miðjan seinni hálfleikinn en þurfti að bíða á hliðarlínunni í sjö mínútur því boltinn fór ekkert úr leik.

„Þetta var orðið frekar fyndið. Ég var mættur þarna en svo var ég bara orðinn kaldur eftir 5-7 mínútur. Ég hef aldrei lent í þessu áður en gott að hann fór útaf."

„Ég hef séð skemmtilegri leiki en þetta voru tvö lið sem börðust og hlupu mikið. Mér fannst bæði lið einbeita sér að varnarleik svo það var ekki mikið um opin færi."

Ísland spilaði tvo leiki í ferðinni til Katar, gegn Svíum á föstudaginn og svo gegn Eistum í dag þar sem Willum fékk 21 mínútu.

„Þetta er búið að vera mjög gaman hérna í Katar en ég hefði persónulega viljað spila aðeins meira. En þetta er A-landsliðið og gott að komast inn og kynnast strákunum aðeins og fá fyrsta leikinn."

Nánar er rætt við hann í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner