Baleba fer ekki til Man Utd í sumar - Newcastle enn í framherjaleit - Ederson til Galatasaray?
Guðni meyr: Stoltur að því að vera FH-ingur
Nik eftir sigur í úrslitaleiknum: Þetta er ótrúlegt
Nik notaði enskt máltæki - „Sagan er bara sagan"
Ætla ekki tómhent heim fjórða árið í röð - „Það er ansi erfitt"
FH aldrei verið í þessum sporum áður - „Vonandi verður Nik í stuði"
Donni skýtur á Útlendingastofnun: Fásinna og sorglegt að þetta strandi á ríkisstofnun
Óli Kristjáns: Með verri frammistöðum hjá Þróttaraliðinu í ár
Viktor Karl: Komum ferskir inn í seinni en það var eiginlega bara of seint
Dóri Árna: Við hefðum þurft að vera betri
Fyrirliðinn róar taugar stuðningsmanna - „Byrjunin frekar en toppurinn"
Alli Jói: Skilst að við hefðum átt að falla, enda í neðsta sæti og ekki vinna leik
Siggi Höskulds: Fannst við stúta þeim í 80 mínútur
Halli Hróðmars: Það var ákveðið andleysi
Haraldur Freyr: Sigurinn hefði getað endað stærri
Matti Guðmunds: Jordyn Rhodes komin í toppform og með sjálfstraust
Úlfa Dís: Prófa alltaf að skjóta þegar ég er með pláss
Jóhann Birnir: Þýðir ekkert fyrir okkur að horfa á töfluna
Venni: Við erum ekki það litlir að við þorum ekki að horfa á toppinn
Jordyn Rhodes: Fyrsta þrennan á ferlinum
Kom af bekknum og varð hetja Þróttara - „Erfitt fyrir Venna að velja"
   þri 15. janúar 2019 19:08
Elvar Geir Magnússon
Doha
Willum: Hefði viljað spila meira
Icelandair
Willum í leiknum í kvöld.
Willum í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
„Það er góð tilfinning að koma inná, fá að spila sínar fyrstu mínútur og setja fyrsta leikinn á blað," sagði Willum Þór Willumsson leikmaður Breiðabliks sem spilaði sinn fyrsta landsleik í markalausa jafnteflinu við Eistland í kvöld.

Lestu um leikinn: Ísland 0 -  0 Eistland

Hann kom inná um miðjan seinni hálfleikinn en þurfti að bíða á hliðarlínunni í sjö mínútur því boltinn fór ekkert úr leik.

„Þetta var orðið frekar fyndið. Ég var mættur þarna en svo var ég bara orðinn kaldur eftir 5-7 mínútur. Ég hef aldrei lent í þessu áður en gott að hann fór útaf."

„Ég hef séð skemmtilegri leiki en þetta voru tvö lið sem börðust og hlupu mikið. Mér fannst bæði lið einbeita sér að varnarleik svo það var ekki mikið um opin færi."

Ísland spilaði tvo leiki í ferðinni til Katar, gegn Svíum á föstudaginn og svo gegn Eistum í dag þar sem Willum fékk 21 mínútu.

„Þetta er búið að vera mjög gaman hérna í Katar en ég hefði persónulega viljað spila aðeins meira. En þetta er A-landsliðið og gott að komast inn og kynnast strákunum aðeins og fá fyrsta leikinn."

Nánar er rætt við hann í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner