„Það er góð tilfinning að koma inná, fá að spila sínar fyrstu mínútur og setja fyrsta leikinn á blað," sagði Willum Þór Willumsson leikmaður Breiðabliks sem spilaði sinn fyrsta landsleik í markalausa jafnteflinu við Eistland í kvöld.
Lestu um leikinn: Ísland 0 - 0 Eistland
Hann kom inná um miðjan seinni hálfleikinn en þurfti að bíða á hliðarlínunni í sjö mínútur því boltinn fór ekkert úr leik.
„Þetta var orðið frekar fyndið. Ég var mættur þarna en svo var ég bara orðinn kaldur eftir 5-7 mínútur. Ég hef aldrei lent í þessu áður en gott að hann fór útaf."
„Ég hef séð skemmtilegri leiki en þetta voru tvö lið sem börðust og hlupu mikið. Mér fannst bæði lið einbeita sér að varnarleik svo það var ekki mikið um opin færi."
Ísland spilaði tvo leiki í ferðinni til Katar, gegn Svíum á föstudaginn og svo gegn Eistum í dag þar sem Willum fékk 21 mínútu.
„Þetta er búið að vera mjög gaman hérna í Katar en ég hefði persónulega viljað spila aðeins meira. En þetta er A-landsliðið og gott að komast inn og kynnast strákunum aðeins og fá fyrsta leikinn."
Nánar er rætt við hann í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir