Man Utd reynir við Gyökeres í þessum glugga - Trent færist nær Real Madrid - Arsenal leiðir kapphlaupið um Omar Marmoush
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
banner
   þri 15. janúar 2019 19:08
Elvar Geir Magnússon
Doha
Willum: Hefði viljað spila meira
Icelandair
Willum í leiknum í kvöld.
Willum í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
„Það er góð tilfinning að koma inná, fá að spila sínar fyrstu mínútur og setja fyrsta leikinn á blað," sagði Willum Þór Willumsson leikmaður Breiðabliks sem spilaði sinn fyrsta landsleik í markalausa jafnteflinu við Eistland í kvöld.

Lestu um leikinn: Ísland 0 -  0 Eistland

Hann kom inná um miðjan seinni hálfleikinn en þurfti að bíða á hliðarlínunni í sjö mínútur því boltinn fór ekkert úr leik.

„Þetta var orðið frekar fyndið. Ég var mættur þarna en svo var ég bara orðinn kaldur eftir 5-7 mínútur. Ég hef aldrei lent í þessu áður en gott að hann fór útaf."

„Ég hef séð skemmtilegri leiki en þetta voru tvö lið sem börðust og hlupu mikið. Mér fannst bæði lið einbeita sér að varnarleik svo það var ekki mikið um opin færi."

Ísland spilaði tvo leiki í ferðinni til Katar, gegn Svíum á föstudaginn og svo gegn Eistum í dag þar sem Willum fékk 21 mínútu.

„Þetta er búið að vera mjög gaman hérna í Katar en ég hefði persónulega viljað spila aðeins meira. En þetta er A-landsliðið og gott að komast inn og kynnast strákunum aðeins og fá fyrsta leikinn."

Nánar er rætt við hann í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner