Liverpool hafnaði tilboði í Nunez og hefur áhuga á Tzimas - Chelsea hefur sett verðmiða á Nkunku - Rashford vill fara til Barcelona
   mið 15. janúar 2025 21:58
Brynjar Ingi Erluson
Reykjavíkurmótið: Fyrsti sigur Þróttara
Kári Kristjánsson skoraði seinna mark Þróttara
Kári Kristjánsson skoraði seinna mark Þróttara
Mynd: Jón Margeir Þórisson
Þróttur R. 2 - 0 Fylkir
1-0 Viktor Andri Hafþórsson ('26 )
2-0 Kári Kristjánsson ('88 )

Þróttur R. vann Fylki, 2-0, í B-riðli Reykjavíkursmóts karla á AVIS-vellinum í Laugardal í kvöld en liðin leika saman í Lengjudeildinni á komandi tímabili.

Fylkismenn voru með þrjú stig fyrir leikinn í kvöld eftir að hafa unnið Fram í fyrsta leiknum en Þróttur var án stiga eftir tap gegn Val.

Þróttarar sóttu öll stigin í kvöld. Viktor Andri Hafþórsson skoraði fyrra mark liðsins á 26. mínútu með flottu skoti og tvöfaldaði Kári Kristjánsson forystuna þegar skammt var til leiksloka.

Þróttur eru með þrjú stig, eins og Fylkir og Valur, en Fram er án stiga á botninum.

Næsti leikur riðilsins er leikur Vals og Fram sem fer fram á N1 vellinum á Hlíðarenda á laugardag.
Reykjavíkurmót karla - B-riðill
Lið L U J T Mörk mun Stig
Athugasemdir
banner
banner