Arsenal og Bayern berjast um Nico - Isak ætlar að ræða við Newcastle - Sane aftur til Englands?
   lau 15. mars 2025 10:30
Brynjar Ingi Erluson
Arsenal og Bayern áhugasöm um Nico Williams - Isak ætlar að ræða við Newcastle í sumar
Powerade
Nico Williams verður heitur biti á markaðnum í sumar
Nico Williams verður heitur biti á markaðnum í sumar
Mynd: EPA
Alexander Isak gæti framlengt við Newcastle
Alexander Isak gæti framlengt við Newcastle
Mynd: EPA
Þá er komið að slúðurpakka dagsins sem er í boði Powerade en það stefnir allt í erilsamt sumar hjá ensku úrvalsdeildarfélögunum.

Bayern München hefur endurnýjað áhuga sinn á að fá Nico Williams (22) frá Athletic Bilbao í sumar, en félagið mun fá samkeppni frá Arsenak. (Bild)

Einn eftirsóttasti framherji heims, Alexander Isak (25), segir að hann muni líklega ræða við Newcastle um nýjan samning í sumar. (Mail)

Chelsea hefur náð samkomulagi við Sporting um miðjumanninn Dario Essugo (20) fyrir 21 milljón punda, en hann er þessa stundina á láni hjá Las Palmas. (A Bola)

Real Madrid horfir til Cristian Romero (26), leikmanns Tottenham og argentínska landsliðsins, en Jarrad Branthwaite (22), er einnig á lista hjá félaginu. (Teamtalk)

Hollenski miðvörðurinn Virgil van Dijk (33), sem rennur út á samningi hjá Liverpool í sumar, segist þurfa að halda ró sinni varðandi framtíðina hjá félaginu og það sé margt sé margt sem spili inn í þegar kemur að viðræðum. (Express)

West Ham er að undirbúa tilboð í Tammy Abraham (27), framherja Roma, fyrir sumargluggann. (Football Insider)

AC Milan ætlar ekki að nýta kaupákvæði í samningi portúgalska leikmannsins Joao Felix (25), sem er á láni frá Chelsea. (Calciomercato)

Everton ætla að fá Hamza Igamane (22), framherja Rangers, í sumar. (Football Insider)

Liverpool mun fá samkeppni frá Arsenal um þýska vængmanninn Leroy Sane (29) í sumar þegar samningur hans hjá Bayern rennur út. (Fichajes)

Brighton er að búast við því að fá tilboð sem nemur 20 milljónum punda eða meira í sænska miðjumanninn Yasin Ayari (21) í sumar, en Borussia Dortmund og AC Milan eru meðal þeirra félaga sem hafa sýnt honum áhuga. (Football Insider)

Barcelona er opið fyrir því að gera nýjan samning við pólska markvörðinn Wojciech Szczesny (34) á næstu vikum. (Fabrizio Romano)

Arsenal og Liverpool eru meðal félaga sem hafa áhuga á því að fá belgíska vængmanninn Malick Fofana (19) frá franska félaginu Lyon í sumar. (Caught Offside)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner