Arsenal og Bayern berjast um Nico - Isak ætlar að ræða við Newcastle - Sane aftur til Englands?
   lau 15. mars 2025 09:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Neymar og Ederson draga sig úr landsliðshópnum
Mynd: EPA
Neymar og Ederson hafa dregið sig úr brasilíska landsliðshópnum sem mætir Kólumbíu og Argentínu í undankeppni HM síðar í þessum mánuði.

Neymar hefur verið afar óheppinn með meiðsli en hann snéri aftur til uppeldisfélagsins Santos í janúar frá Al-Hilal þar sem hann spilaði lítið vegna meiðsla.

Neymar hefur skorað þrjú mörk og lagt upp þrjú í sjö leikjum fyrir Santos en hann gekk til liðs við Al-Hilal sumarið 2023 og lék sjö leiki fyrir liðið.

Það er óvíst með alvarleika meiðslanna hjá Neymar og Ederson, markverði Man City, en City mætir Brighton í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner