Onana aftur til Inter - Zinchenko aftur til Arsenal - Man Utd horfir til Rennes - Palmer ósnertanlegur
   mán 15. apríl 2024 19:07
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Albert skoraði í Flórens
Mynd: Mummi Lú
Fiorentina 1 - 1 Genoa
0-1 Albert Guðmundsson ('42, víti)
1-1 Jonathan Ikone ('54)

Albert Guðmundsson var á sínum stað í byrjunarliði Genoa er liðið heimsótti Fiorentina í efstu deild ítalska boltans í dag.

Albert byrjaði þó neðar á vellinum heldur en vanalega og átti þöglan fyrri hálfleik allt þar til á lokamínútunum, þegar hann tók forystuna fyrir Genoa með marki úr vítaspyrnu.

Albert skoraði af gríðarlega miklu öryggi og leiddu gestirnir frá Genúa í leikhlé, en heimamenn í Flórens voru ekki lengi að jafna í síðari hálfleik.

Kantmaðurinn knái Jonathan Ikoné jafnaði metin á 54. mínútu og tókst hvorugu liði að bæta marki við leikinn í síðari hálfleik, þrátt fyrir yfirburði heimamanna.

Dómari leiksins ætlaði að dæma aðra vítaspyrnu fyrir Genoa í síðari hálfleik en hætti við eftir athugun í VAR. Þar hefði Albert fengið tækifæri til að skora sigurmark, en ekkert varð úr því og lokatölurnar 1-1.

Genoa siglir lygnan sjó um miðja deild á meðan Fiorentina er að dragast afturúr í baráttunni um Evrópusæti.

Albert er búinn að skora þrjú mörk í síðustu þremur deildarleikjum Genoa og er kominn með sjö mörk í fimm leikjum ef umspilsleikir íslenska landsliðsins gegn Ísrael og Úkraínu eru taldir með. Hann hefur í heildina komið að 18 mörkum í 31 leik með Genoa á tímabilinu.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 22 17 1 4 50 19 +31 52
2 Milan 22 13 8 1 35 17 +18 47
3 Roma 22 14 1 7 27 13 +14 43
4 Napoli 22 13 4 5 31 20 +11 43
5 Juventus 22 12 6 4 35 17 +18 42
6 Como 22 11 7 4 37 16 +21 40
7 Atalanta 22 9 8 5 30 20 +10 35
8 Bologna 22 8 6 8 32 27 +5 30
9 Lazio 22 7 8 7 21 19 +2 29
10 Udinese 22 8 5 9 25 34 -9 29
11 Sassuolo 22 7 5 10 24 28 -4 26
12 Cagliari 22 6 7 9 24 31 -7 25
13 Genoa 22 5 8 9 25 31 -6 23
14 Cremonese 22 5 8 9 20 29 -9 23
15 Parma 22 5 8 9 14 26 -12 23
16 Torino 22 6 5 11 21 40 -19 23
17 Lecce 22 4 6 12 13 29 -16 18
18 Fiorentina 22 3 8 11 24 34 -10 17
19 Pisa 22 1 11 10 18 37 -19 14
20 Verona 22 2 8 12 18 37 -19 14
Athugasemdir