Tilboð væntanlegt í Ederson - Man Utd hefur rætt við Frank og Pochettino - Frank, Maresca, McKenna og De Zerbi á blaði Chelsea
   mán 15. apríl 2024 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Summerville bestur í B-deildinni - McKenna stjóri ársins
Crysencio Summerville er bestur í B-deildinni
Crysencio Summerville er bestur í B-deildinni
Mynd: Getty Images
Kieran McKenna er besti stjórinn
Kieran McKenna er besti stjórinn
Mynd: Getty Images
Hollenski leikmaðurinn Crysencio Summerville er besti leikmaður ensku B-deildarinnar þetta tímabilið en hann hlaut verðlaunin á sérstakri verðlaunaafhendingu í Lundúnum í gær.

Summerville, sem er 22 ára gamall, hefur átt geggjað tímabil með Leeds.

Hann hefur skorað 17 mörk og gefið 8 stoðsendingar í 40 leikjum á tímabilinu.

Leeds er enn í ágætis séns á að komast beint aftur upp í úrvalsdeildina og er það mikið til honum að þakka.

Stjóri hans hjá Leeds, Daniel Farke, var tilnefndur til verðlauna sem besti stjóri ársins, en hann tapaði fyrir Kieran McKenna, stjóra Ipswich Town.

Ipswich hefur gert ótrúlega hluti undir McKenna. Liðið hafnaði í öðru sæti ensku C-deildarinnar á síðasta tímabili og er nú á toppnum í B-deildinni með 89 stig þegar þrír leikir eru eftir.

Wesley Burns, leikmaður Ipswich, á flottasta mark tímabilsins er hann skoraði með Trivela-skoti efst upp í vinstra hornið. Mark sem myndi fá sjálfan Ricardo Quaresma til að tárast.


Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Leicester 46 31 4 11 89 41 +48 97
2 Ipswich Town 46 28 12 6 92 57 +35 96
3 Leeds 46 27 9 10 81 43 +38 90
4 Southampton 46 26 9 11 87 63 +24 87
5 West Brom 46 21 12 13 70 47 +23 75
6 Norwich 46 21 10 15 79 64 +15 73
7 Hull City 46 19 13 14 68 60 +8 70
8 Middlesbrough 46 20 9 17 71 62 +9 69
9 Coventry 46 17 13 16 70 59 +11 64
10 Preston NE 46 18 9 19 56 67 -11 63
11 Bristol City 46 17 11 18 53 51 +2 62
12 Cardiff City 46 19 5 22 53 70 -17 62
13 Millwall 46 16 11 19 45 55 -10 59
14 Swansea 46 15 12 19 59 65 -6 57
15 Watford 46 13 17 16 61 61 0 56
16 Sunderland 46 16 8 22 52 54 -2 56
17 Stoke City 46 15 11 20 49 60 -11 56
18 QPR 46 15 11 20 47 58 -11 56
19 Blackburn 46 14 11 21 60 74 -14 53
20 Sheff Wed 46 15 8 23 44 68 -24 53
21 Plymouth 46 13 12 21 59 70 -11 51
22 Birmingham 46 13 11 22 50 65 -15 50
23 Huddersfield 46 9 18 19 48 77 -29 45
24 Rotherham 46 5 12 29 37 89 -52 27
Athugasemdir
banner
banner