PSG og Man Utd gætu gert skiptidíl - Engar viðræður um Salah - Konate má fara fyrir 15 milljónir punda
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
   lau 15. maí 2021 18:22
Anton Freyr Jónsson
Andri Hjörvar: Mér fannst vera von þarna á tímabili
Andri Hjörvar Albertsson, þjálfari Þórs/KA
Andri Hjörvar Albertsson, þjálfari Þórs/KA
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Ég er pínu svekktur, mér fannst vera smá von þarna á tímabili að fá meira út úr leiknum en svo fór sem fór. Við erum að gera marga hluti alveg ágætlega en því miður ekki nógu oft." voru fyrstu viðbrögð Andra Hjörvars Albertssonar þjálfara Þórs/KA.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 Þór/KA

„Í markinu sem við skorum að það var akkúrat uppleggið sem við lögðum upp með að reyna skora mörkin svona. Við gerum þetta bara því miður nógu oft og við vorum undir í baráttunni á nokkrum sviðum inn í okkar teig aðallega."

Hvernig fannst Andra leikurinn spilast í dag?

„Mér fannst við byrja leikinn ákaflega vel eiginlega bara eins og við gerðum í síðasta leik á móti Selfossi.Mér fannst við vera mjög sprækar og ferskar, við náðum að pressa á þær frekar hátt uppi á vellinum og koma þeim í smá vandræði en svo duttum við aftur niður og vorum kannski að spila varnarleikinn frekar en sóknarleikinn."

Þór/KA fékk á sig þrjú mörk í dag og var Andri Hjörvar spurður út í varnarleik liðsins.

„Varnarleikurinn var, það er skrítið að segja þetta en hann var ágætur, við fengum á okkur alltof marga krossa og stöðurnar sem þær komast í til að taka þessa krossa gerðist örugglega of oft að mínu mati."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner