Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   lau 15. maí 2021 16:57
Sverrir Örn Einarsson
Gunnar Magnús: Fengum heilt yfir hættulegri færi
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Hann var ansi sveiflukenndur og eitt stig. Við ætluðum klárlega að ná okkur í 3 punkta hér á heimavelli í dag en ætli 1 stig á hvort lið í dag sé svona þokkalega sanngjarnt þótt þær hafi oft á tíðum stjórnað leiknum þá fengum við heilt yfir hættulegri færi. “
Sagði Gunnar Magnús Jónsson þjálfari Keflavíkur eftir 2-2 jafntefli hans kvenna gegn Þrótti í Keflavík fyrr í dag.

Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  2 Þróttur R.

Keflavík byrjaði leikinn vel og kröftuglega og náðu forystunni með marki Aerial Chavarin eftir um tíu mínútna leik. Eftir það bakkaði liðið nokkuð og bauð Þrótti að hafa boltann. Var Gunnar ósáttur með það?

„Nei það gerist kannski svona ósjálfrátt að lið nýliði í deildinni, ekki búin að vinna leik og ekki búin að skora mark þannig að það gerist ósjálfrátt og var ekkert sem við lögðum upp með. En það eru helst fyrstu tíu mínúturnar í seinni hálfleik sem maður er ósáttur við að láta þær setja tvö mörk.“

Deildin fer af stað á áhugaverðan hátt þetta sumarið og hafa mörg óvænt úrslit litið dagsins ljós það sem af er. Keflavík er þó enn í leit að sínum fyrsta sigri en um deildina sagði Gunnar.

„Hún er ekki bara dálítið skrýtin þessi deild hún er stórfurðuleg og bara frábært fyrir kvennaboltann hvernig deildin er að spilast . Ég held að liðinu séu líka að þreifa svolítið hvort á öðru og enginn áttar sig á hver styrkleiki liðanna er sem koma svona beint inn í mótið og lítið af æfingaleikjum fyrir mót. En þetta er bara frábært og vonandi að þetta haldi bara áfram. “

Sagði Gunnar en allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner