Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
   lau 15. maí 2021 16:57
Sverrir Örn Einarsson
Gunnar Magnús: Fengum heilt yfir hættulegri færi
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Hann var ansi sveiflukenndur og eitt stig. Við ætluðum klárlega að ná okkur í 3 punkta hér á heimavelli í dag en ætli 1 stig á hvort lið í dag sé svona þokkalega sanngjarnt þótt þær hafi oft á tíðum stjórnað leiknum þá fengum við heilt yfir hættulegri færi. “
Sagði Gunnar Magnús Jónsson þjálfari Keflavíkur eftir 2-2 jafntefli hans kvenna gegn Þrótti í Keflavík fyrr í dag.

Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  2 Þróttur R.

Keflavík byrjaði leikinn vel og kröftuglega og náðu forystunni með marki Aerial Chavarin eftir um tíu mínútna leik. Eftir það bakkaði liðið nokkuð og bauð Þrótti að hafa boltann. Var Gunnar ósáttur með það?

„Nei það gerist kannski svona ósjálfrátt að lið nýliði í deildinni, ekki búin að vinna leik og ekki búin að skora mark þannig að það gerist ósjálfrátt og var ekkert sem við lögðum upp með. En það eru helst fyrstu tíu mínúturnar í seinni hálfleik sem maður er ósáttur við að láta þær setja tvö mörk.“

Deildin fer af stað á áhugaverðan hátt þetta sumarið og hafa mörg óvænt úrslit litið dagsins ljós það sem af er. Keflavík er þó enn í leit að sínum fyrsta sigri en um deildina sagði Gunnar.

„Hún er ekki bara dálítið skrýtin þessi deild hún er stórfurðuleg og bara frábært fyrir kvennaboltann hvernig deildin er að spilast . Ég held að liðinu séu líka að þreifa svolítið hvort á öðru og enginn áttar sig á hver styrkleiki liðanna er sem koma svona beint inn í mótið og lítið af æfingaleikjum fyrir mót. En þetta er bara frábært og vonandi að þetta haldi bara áfram. “

Sagði Gunnar en allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner