Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
Davíð Smári: Menn labba ekki nægilega gíraðir inn í seinni hálfleikinn
Heimir: FH liðið er besta liðið í deildinni í að koma til baka
Andri Rúnar: Eftir jöfnunarmarkið vöknum við ekki aftur til lífsins
Sigurvin: Kredit á strákana að finna þetta afl
Chris Brazell: Við voru mikið með boltann en gerðum ekkert með hann
Siggi Höskulds svekktur: Fókusleysi á mikilvægum augnablikum
Magnús Már: Maður hefur séð ýmislegt í boltanum en ég hef sjaldan séð þetta áður
Gunnar Heiðar: Búnir að æfa í sex mánuði fyrir þennan leik
Vigfús Arnar: Var eins og spennustigið væri eitthvað skrítið hjá okkur
Aron Snær: Ætluðum að keyra á þetta og það verður held ég bara okkar mottó
Haraldur Freyr: Mótið tapast ekki eða vinnst í fyrstu umferð
Aníta Dögg bjargaði málunum: Ég lenti klukkan sex í morgun
Árni Freyr hæstánægður eftir sigur ÍR - „Vona að þeir bæti í"
Staða sem á ekki að koma upp - „Átti að spila þangað til klukkan 23:30 í gærkvöldi"
„Við vitum í hverju við erum góðar“
Búin að skora í öllum leikjunum til þessa - „Mín upprunalega staða"
Hugur allra hjá Andreu Marý - „Óþægilegt í alla staði"
„Það var ráðist á hana inn í okkar vítateig“
Skyndiákvörðun að taka skóna af hillunni - „Hvernig gerðist þetta?“
Þriðja tapið í þriðja leiknum - „Óásættanlegt“
   lau 15. maí 2021 16:57
Sverrir Örn Einarsson
Gunnar Magnús: Fengum heilt yfir hættulegri færi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Hann var ansi sveiflukenndur og eitt stig. Við ætluðum klárlega að ná okkur í 3 punkta hér á heimavelli í dag en ætli 1 stig á hvort lið í dag sé svona þokkalega sanngjarnt þótt þær hafi oft á tíðum stjórnað leiknum þá fengum við heilt yfir hættulegri færi. “
Sagði Gunnar Magnús Jónsson þjálfari Keflavíkur eftir 2-2 jafntefli hans kvenna gegn Þrótti í Keflavík fyrr í dag.

Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  2 Þróttur R.

Keflavík byrjaði leikinn vel og kröftuglega og náðu forystunni með marki Aerial Chavarin eftir um tíu mínútna leik. Eftir það bakkaði liðið nokkuð og bauð Þrótti að hafa boltann. Var Gunnar ósáttur með það?

„Nei það gerist kannski svona ósjálfrátt að lið nýliði í deildinni, ekki búin að vinna leik og ekki búin að skora mark þannig að það gerist ósjálfrátt og var ekkert sem við lögðum upp með. En það eru helst fyrstu tíu mínúturnar í seinni hálfleik sem maður er ósáttur við að láta þær setja tvö mörk.“

Deildin fer af stað á áhugaverðan hátt þetta sumarið og hafa mörg óvænt úrslit litið dagsins ljós það sem af er. Keflavík er þó enn í leit að sínum fyrsta sigri en um deildina sagði Gunnar.

„Hún er ekki bara dálítið skrýtin þessi deild hún er stórfurðuleg og bara frábært fyrir kvennaboltann hvernig deildin er að spilast . Ég held að liðinu séu líka að þreifa svolítið hvort á öðru og enginn áttar sig á hver styrkleiki liðanna er sem koma svona beint inn í mótið og lítið af æfingaleikjum fyrir mót. En þetta er bara frábært og vonandi að þetta haldi bara áfram. “

Sagði Gunnar en allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner