Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   lau 15. maí 2021 16:57
Sverrir Örn Einarsson
Gunnar Magnús: Fengum heilt yfir hættulegri færi
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Hann var ansi sveiflukenndur og eitt stig. Við ætluðum klárlega að ná okkur í 3 punkta hér á heimavelli í dag en ætli 1 stig á hvort lið í dag sé svona þokkalega sanngjarnt þótt þær hafi oft á tíðum stjórnað leiknum þá fengum við heilt yfir hættulegri færi. “
Sagði Gunnar Magnús Jónsson þjálfari Keflavíkur eftir 2-2 jafntefli hans kvenna gegn Þrótti í Keflavík fyrr í dag.

Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  2 Þróttur R.

Keflavík byrjaði leikinn vel og kröftuglega og náðu forystunni með marki Aerial Chavarin eftir um tíu mínútna leik. Eftir það bakkaði liðið nokkuð og bauð Þrótti að hafa boltann. Var Gunnar ósáttur með það?

„Nei það gerist kannski svona ósjálfrátt að lið nýliði í deildinni, ekki búin að vinna leik og ekki búin að skora mark þannig að það gerist ósjálfrátt og var ekkert sem við lögðum upp með. En það eru helst fyrstu tíu mínúturnar í seinni hálfleik sem maður er ósáttur við að láta þær setja tvö mörk.“

Deildin fer af stað á áhugaverðan hátt þetta sumarið og hafa mörg óvænt úrslit litið dagsins ljós það sem af er. Keflavík er þó enn í leit að sínum fyrsta sigri en um deildina sagði Gunnar.

„Hún er ekki bara dálítið skrýtin þessi deild hún er stórfurðuleg og bara frábært fyrir kvennaboltann hvernig deildin er að spilast . Ég held að liðinu séu líka að þreifa svolítið hvort á öðru og enginn áttar sig á hver styrkleiki liðanna er sem koma svona beint inn í mótið og lítið af æfingaleikjum fyrir mót. En þetta er bara frábært og vonandi að þetta haldi bara áfram. “

Sagði Gunnar en allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir