Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
banner
   sun 15. maí 2022 14:50
Ívan Guðjón Baldursson
Conte: Eins og að vinna mikilvægan bikar í öðru landi
Mynd: EPA

Tottenham lagði Burnley að velli 1-0 í mikilvægum leik fyrir bæði lið. Sigurinn fleytir Tottenham upp í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar sem gefur þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu. Arsenal er tveimur stigum á eftir og með leik til góða.


Antonio Conte tók við Tottenham í nóvember í fyrra eftir að liðið hafði farið hrikalega illa af stað. Viðsnúningurinn hefur verið augljós og virðast leikmenn og stuðningsmenn félagsins gífurlega ánægðir með Ítalann.

„Við höfum unnið virkilega gott verk hérna, í nóvember hefði verið gríðarlega erfitt að ímynda sér að við gætum endað í baráttu um Meistaradeildarsæti en hér erum við. Ég vil þakka leikmönnunum sérstaklega fyrir því þeir hafa staðið við bakið á mér frá fyrsta degi og sýnt mikinn vilja til að snúa slöku gengi við," sagði Conte eftir sigurinn.

„Meistaradeildarsæti er gífurlega mikilvægt á Englandi, þetta er eins og að vinna mikilvægan bikar í öðru landi. Arsenal er tveimur stigum á eftir okkur og á leik á morgun. Boltinn er hjá þeim núna en ef þeir vinna ekki þá er boltinn hjá okkur.

„Það eru engir auðveldir andstæðingar í ensku úrvalsdeildinni og við þurfum að mæta grimmir til Norwich og sækja þrjú stig."

Tottenham heimsækir botnlið Norwich í lokaumferð úrvalsdeildartímabilsins.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Aston Villa 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Bournemouth 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Brentford 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Brighton 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Burnley 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Chelsea 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Crystal Palace 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Everton 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Fulham 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Leeds 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Liverpool 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Man City 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Man Utd 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Newcastle 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Nott. Forest 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Sunderland 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Tottenham 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Leicester 38 6 7 25 33 80 -47 25
19 West Ham 0 0 0 0 0 0 0 0
19 Ipswich Town 38 4 10 24 36 82 -46 22
20 Southampton 38 2 6 30 26 86 -60 12
20 Wolves 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner