sun 15. maí 2022 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Juventus ætlar að funda með föruneyti Pogba í næstu viku
Paul Pogba
Paul Pogba
Mynd: Getty Images
Ítalska félagið Juventus er að undirbúa viðræður við franska miðjumanninn Paul Pogba en þetta kemur fram á Goal.com.

Pogba, sem er 29 ára gamall, verður samningslaus í sumar og ekki stendur til að framlengja við Manchester United.

Hann fór í gegnum akademíuna hjá United áður en hann yfirgaf félagið á frjálsri sölu árið 2012 og samdi við Juventus, en snéri síðan aftur til United fjórum árum síðar fyrir ríflega 90 milljónir punda.

Goal greinir nú frá því að Juventus ætli að ræða við föruneyti Pogba í næstu viku.

Juventus veit að samkeppnin gæti orðið erfið en Paris Saint-Germain hefur einnig áhuga á kappanum.

Ítalska félagið getur ekki boðið sömu laun og PSG er reiðubúið að borga en vonast til þess að samband hans við félagið ráði úrslitum í ákvörðuninni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner