Retegui orðaður við Man Utd - Spurs reyna að endurheimta Kane - City og Chelsea vilja Anderson
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   lau 15. júní 2019 18:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Árni Snær: Bara 11 gæjar á móti 11 gæjum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Árni Snær Ólafsson, markvörður ÍA, var svekktur eftir tap gegn KR á heimavelli í Pepsi Max-deildinni í dag.

Lestu um leikinn: ÍA 1 -  3 KR

ÍA hefði farið á toppinn með sigri, en í staðinn fara KR-ingar á topp deildarinnar.

„Ég er vægast sagt svekktur, mjög svekktur. Við komum sterkir inn fyrstu 10-15 mínúturnar þangað til þeir fá vítið. Þá dettum við kannski inn á þeirra leikplan og þeir ná tökum á leiknum. Mér fannst við koma þokkalega sterkir út í seinni hálfleikinn, ég hefði viljað skora fyrr á þá. Þegar þeir komast í 3-0 þá klára þeir leikinn."

Um vítaspyrnudóminn í upphafi leiks sagði Árni:

„Hann fór í hann, ég held að þetta hafi verið víti. Dómarinn gerir sitt besta."

Arnar Már Guðjónsson og Stefán Teitur Þórðarson voru ekki með ÍA í dag.

„Við byrjuðum 11 og þetta eru 11 gæjar gegn 11 gæjum. Það skiptir ekki máli hverjir það eru, við eigum að vera það sterkir."

Viðtalið er hér að ofan.
Athugasemdir
banner