þri 15. júní 2021 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Man City ætlar að bjóða Sterling nýjan samning
Raheem Sterling er á leið í samningaviðræður eftir EM
Raheem Sterling er á leið í samningaviðræður eftir EM
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Englandsmeistarar Manchester City ætla að bjóða Raheem Sterling nýjan samning eftir Evrópumótið. Það er Telegraph sem greinir frá þessu.

Þessi 26 ára gamli vængmaður átti ekki sitt besta tímabil í City-treyjunni þegar liðið varð meistari en þrátt fyrir það skoraði hann 14 mörk.

Ensku blöðin hafa greint frá því að Man City er tilbúið að selja hann í sumar og hafa lið á borð við Arsenal, Liverpool og Tottenham Hotspur verið nefnd.

Þá hefur einnig verið greint frá því að City vilji nota Sterling upp í kaupverðið á Harry Kane, framherja Tottenham, en það virðist þó ekkert til í því.

Samkvæmt Telegraph ætlar Man City að bjóða Sterling nýjan langtímasamning. Núverandi samningur gildir til 2023 en City er mjög ánægt með hann.

Samningaviðræðurnar hefjast þó ekki fyrr en eftir Evrópumótið en það er ljóst að Sterling mun fara fram á stærra hlutverk en hann var í á tímabilinu sem var að líða.
Athugasemdir
banner
banner
banner