Liverpool undirbýr tilboð í Branthwaite - Nketiah nálgast Forest - Sterling boðinn til Villa
   mán 15. júlí 2024 17:27
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mun horfa til baka á báðar tölurnar
Icelandair
Hæstánægður eftir leik.
Hæstánægður eftir leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þarna er sönnunin, 3-0.
Þarna er sönnunin, 3-0.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Eftir leik Íslands og Þýskalands á föstudagskvöld sat lansliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson fyrir svörum á fréttamannafundi.

Ísland vann, eins og allir vita, sögulegan 3-0 sigur og tryggði sér sæti á EM næsta sumar. Með sigri gegn Póllandi á morgun á liðið möguleika á því að vinna riðilinn í undankeppninni og stilla sér vel upp þegar dregið verður í riðlana á EM.

Steini var spurður hvort hann muni horfa í báðar tölurnar, 3 og 0, þegar hann horfir til baka á sigurinn frábæra.

Lestu um leikinn: Ísland 3 -  0 Þýskaland

„Ég held það sé alveg pottþétt. Það er gott að skora þrjú mörk á móti Þýskalandi, en það er líka frábært að fá ekki á sig mark á móti þeim. Við sýndum ákveðin gæði og ég er stoltur af stelpunum," sagði þjálfarinn.

Hann var svo spurður út í þróunina frá fyrri leik liðanna í undankeppninni sem Þýskaland vann á sínum heimavelli. Sá leikur var nokkuð jafn og eru einhverjir á þeirri skoðun að úrslitin hefðu verið önnur ef Sveindís Jane Jónsdóttir hefði ekki meiðst í leiknum.

„Þróunin hefur hægt og rólega verið að koma. Leikurinn úti í Þýskalandi var fínn fyrsta hálftímann. Við gerðum góða hluti og vorm að valda þeim vandræðum. Síðan náðu þær að herja á okkur og við lentum í smá basli. Við þurfum bara að halda áfram að hafa trú á því sem við erum að gera. Númer eitt, tvö og þrjú er að við séum gott lið inni á vellinum sem erfitt er að spila á móti. Við þurfum að hafa hugrekki, hafa trú á því sem við erum að gera og njóta þess," sagði Steini.

Ísland mætir Póllandi á útivelli á morgun.
Landslið kvenna - Undankeppni EM
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Þýskaland 6 5 0 1 17 - 8 +9 15
2.    Ísland 6 4 1 1 11 - 5 +6 13
3.    Austurríki 6 2 1 3 10 - 12 -2 7
4.    Pólland 6 0 0 6 4 - 17 -13 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner